Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 38
Eurodesk er evrópskt, tölvuvætt upplýsinganet, sem á að þjóna ungu fólki og þeim sem starfa með því. Skrifstofa Eurodesk hefur verið opnuð í Hinu húsinu. Meginmarkmið upplýsinganetsins er tvíþætt. Það á að dreifa upplýsingum frá framkvæmdastjórn ESB og veita ungu fólki og þeim sem með því starfa upplýsingar. Á upplýsinganetinu er m.a. að finna upplýsingar um sam- tök ungmenna í Evrópu, áætlanir og styrki á vegum ESB og EES og lesefni sem tengist þeim. Höfuðstöðvar Eurodesk eru í Brussel og sautján lönd eiga nú aðild að verkefninu. Á vegum Eurodesk er gefið reglulega út fréttabréf, þar sem kynntar eru nýjungar á upplýsinganetinu, s.s. upp- lýsingar um styrki frá ESB, umsóknarfresti, breytingar á áætlun, ráðstefnur og lesefni. Hér á landi var ákveðið að nýta verkefnið enn betur með því að koma upp í tilrauna- skyni íslensku gagnasafni, sem hefði að geyma upplýsingar um margvíslegt efni er tengist ungu fólki. Síminn hjá Eurodesk í Hinu húsinu er 551-5858, bréfsími 562-4341, grænt númer 800- 5858 og netfang eurodesk@itn.is. Hægt er að nýta sér þjónustu Eurodesk frá morgni til kvölds alla virka daga. Hún er opin öllum án endurgjalds. (Borgarfréttir, 3. tbl. 5. árg.) UMFÍ gjaná stimplar inn kreditkorta- númeri dsamt nafni og helstu upplýsingum í fyrsta skipti sem pú heimsækir nýju heimasíðuna hjá Lengjunni en eftir það læsast allar upplýsingar inni í kerfinu hjá Islenskum getraunum og engin möguleiki er á þvíað utanaðkomandi aðili komist í upplýsingarnar," sagði Haraldur Haraldsson hjá Lengjunni þegar hann greindi ritstjóra frá þessari nýung sem Islenskar get- raunir eru að hella sér út í. Lengjan bíður nú viðskiptavinum sínum að skoða seðil vikunnar, og tippa á leiki Internetið heima í tölvunni sinni en þeir Lengjumenn gera sér litla grein fyrir því hversu mikið þetta verður notað þar sem engar fyrirmyndir eru að þessu úti í heimi. „Nú geta viðskiptavinir okkar tippað allan sólahringinn og líka á sunnudögum," sagði Haraldur, en sunnudagarnir hafa verið lokaðir fyrir Lengjuna þar sem tölva íslenskrar getspár er lokuð daginn eftir að dregið er í Lottó 5/38. „Það er erfitt að átta sig á því hverjir munu nota þetta eða hversu mikið þetta verður notað. Við erum að renna blint í sjóinn en teljum okkur vera að kotna til móts við viðskiptavini okkar og ef sú verður raunin verður þetta öllum til góðs," sagði Haraldur. Eins og í sölukerfum í verslunum verður hægt að tippa fram á síðustu mínútu í þessu nýja tölvukerfi og um leið og þú hefur ákveðið leiki þína færð leikir hafa verið valdir kemur mynd af seðlinum á skjáinn sem hægt er að prenta út ásamt sölukvittun. „Þetta kerfi er alveg pottþétt og hefur verið skoðað af bæði Visa og Euro en eins og ég sagði áðan eru engir möguleikar á að neinn utanaðkomandi komist í kreditkortaupphýsingarnar. Kerfið sem við notum er kallað Secure-server og er það besta á markaðnum í dag," sagði Haraldur að lokum og bendir tölvuáhugamönnum á að skoða heimasíðu Lengjunnar sem finna má undir www.toto.is/lengjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.