Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2003, Page 5

Skinfaxi - 01.02.2003, Page 5
Göngum ísland Hefst í júní I júní mun verkefnið Göngum um Island, hefjast að nýju, en Ungmennafélag Islands með stuðningi Heilbrigðisráðuneyti- sins, stóð fyrir verkefninu síðast liðið sumar við góðar undir- tektir. Verkefnið miðar að því að fá landsmenn til að fara í göngu- ferðir og njóta þeirrar náttúru- fegurðar og kyrrðar sem Island hefur upp á að bjóða og um leið byggja upp betra líkamsform. Göngum um Island verkefnið er ætlað að höfða til allra lands- manna en ekki síst til fjölskyldu- fólks. Göngum um Island er meðal annars unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitar- félög. Island hefur að geyma gnótt gönguleiða og hafa nú verið valdar í samvinnu við heimamenn útvaldar gönguleið- ir í hverju byggðarlagi. Leiðabók með 200 gönguleiðum um land allt er gefin út í 50.000 eintökum og fæst gefins á Iþróttamiðstöðum, sundlaug- um, upplýsingamiðstöðum og bensínstöðvum. I verkefninu Göngum um Island er lögð áhersla á stuttar, stikaðar og að- gengilegar gönguleiðir. Fjölskyldan á fjallið Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu. Settir eru upp póst- kassar með gestabókum á 20 fjöllum víðsvegar um landið, en öll þessi fjöll eiga það sameigin- legt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjöl- skyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni sam- veru, útivist og um leið líkams- rækt innan fjölskyldunnar. Stjórn og framkvæmd verkefni- sins er í höndum þjónustumið- stöð UMFI hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands á Egilsstöðum. FRUITI Íwnw*/P| Leppin Energy Boost er hollur og svalandi drykkur, með flóknum kolvetn- um, sem gefur þægilega langvarandi orku. Drykkurinn er þekktur meðal íþrótta- fólks um allan heim. Energy Boost inniheldur engan hvítan sykur og raskar því lítið jafnvægi blóðsykurs. Energy Boost hentar öllum aldurshópum,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.