Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2003, Side 9

Skinfaxi - 01.02.2003, Side 9
Unglingolandamót 2003 gæti verið spilað á hverju Ung- lingalandsmóti? „Það er aldrei að vita hvað gerist fram að Unglingalandsmóti." Þið eruð á fullu að vinna að nýrri plötu. Hvenær kemur platan út? „Við stefnum á að koma henni út í byrjun júní." Einhverjar stefnubreytingar hjá ykkur? „Við erum ennþá að vinna plötuna en að mína mati stefnir hún í að vera rökrétt framhald af síðustu plötu. Það verður gaman að sjá hver útkoman verður." Þið ætlið að kynna hana í sumar. Er það ekki mikil vinna og hvernig fer það fram? „Það er verið að raða því öllu saman þessa dagana en við komum t.d. til með að halda tónleika vítt og breytt um landið auk þess sem við stefnum á almennilega útgáfutónleika, en við höfum aldrei farið þá leið þrátt fyrir að hafa gefið út þrjár plötur." Má styðja betur við tónlistarfólk í landinu Hvernig er íslensk tónlist að gera sig í dag? „Nokkuð vel. Mér finnst hún yfir- leitt standast samanburðinn við þá eriendu. Við erum hugmyndarík þjóð og ég held að við séum á gera fína hluti tónlistarlega séð. Hins- vegar mætti styðja betur við bakið á tónlistarfólki í landinu og þá væri ekki að sökum að spyrja." Hafa orðið miklar breytingar á tón- listinni ykkar á undanförnum ár- um? „Því er ekki að neita að hú'n hefur breyst mikið. Upprunalega spilaði hljómsveitin aðallega Ska-tónlist (s.b. Madness ) en hún hefur færst meira yfir í melódíska og vandaða popp-tónlist." Á hvað stefnið þið í framtíðinni. Er þetta meira áhugamál hjá ykkur en alvara - er þetta full atvinna hjá ykkur? „Þetta er háalvarlegt áhugamál! Við erum allir að gera e.h. með þessu t.a.m. eru Stebbi og Sævar útskifaðir og starfandi grunnskóla- kennarar." Sjáumst á Isó! Hafið þið leitt hugann að því að komast út fyrir landsteinana? „Nei, við höfum sáralítinn áhuga á því. ísland er alveg nógu stórt fyrir höfuðið á mér a.m.k." ULM er fjölsylduhátíð þar sem íþróttir skipa þó veglegan sess - eru meðlimir Á móti sól miklir íþróttamenn? „Það fer nú ekki mörgum sögum af okkur en við höfum allir átt okkar stundir og þá aðal- lega í fótboltanum." Gerið þið eitthvað í dag til að halda ykkur í formi? „Fyrir mína parta get ég alveg sagt frá því að eitt gott ball er eins og erfiður eróbiktími, en utan þess er maður bara þessi rólega týpa, sund og göngutúrar þegar tækifæri gefast," segir hann og setur upp fjölskyldubros. Sumarið er komið og það styttist óðum í ULM. Þið mætið að sjálfsögðu með góða skapið með ykkur og lofið frábærri stemmn- ingu? „Að Sjálfsögðu! Sjáumst á ísó!!! GARÐABÆR k-ánar og midar Utifána, borðfána og hátíðar- fána framleiðum við og einnig slitsterka, veðurþolna og sólekta límmiða. Prentum varúðar- áminningar- og bann- miða í Evrópustaðli. FedJ i T •yopcxcs 1 l MFRIM(MFNN JSkiltagerö • Skiltakerfi • Fánaprentun • Límmiðar L fl l\ I ) I I L II II I Bflamerkingar • Litmyndaprentun • Sandblástursfilma Ármúla 36 • merkismenn@merkismenn.is • Sími: 544 2030

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.