Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2003, Side 27

Skinfaxi - 01.02.2003, Side 27
Hmttum oð roykjo Hljómsveitin Land og synir spratt upp á stjörnusvið- ið sumarið 1997 þegar lögin Dreymir og Vöðvastæltur nutu mikilla vinsælda. En hvernig stendur hljóm- sveitin í dag? „Hljómsveitin frá 1997 er töluvert breytt. Þá vorum við fimm saman, ég og Nonni sem er ennþá í hljóm- sveitinni, Árni Þór, ívar og Einsi, sem er bróðir Árna. En um áramótin 1997 og 1998 sinnaðist okkur í sveitinni eitthvað og ég leitaði á önnur mið eftir meðspilurum," segir Hreimur og bætir við að í dag sjái hann eftir því hvernig mál þróuðust. „Ég var óréttlátur gagnvart mínum gömlu félögum og hefði getað komið betur fram við þá. En í dag sé ég ekki eftir því að hafa leitað á önnur mið og drengirnir sem eru með mér í hljómsveitinni í dag eru frábærir og mínir bestu vinir." En þrír meðlimir hljómsveitarinnar Vinir vors og blóma gengu til liðs við Hreim í kjölfar endurskipu- lagningar sveitarinnar eins og áður segir. Því er við að bæta að um það leyti sem viðtalið átti sér stað hætti hljómborðsleikari Lands og sona í sveit- inni vegna mikilla anna í vinnu sem og því að hann er nýbúinn að eignast barn. „Það verður erfitt að vera fjórir eftir en við ætlum að reyna. En Njalli er einn af okkar bestu vinum og topp náungi í alla staði. Hann hættir í sveitinni í góðu og sendurn við honum bestu kveðjur," segir Hreimur og bætir við að strákarnir í upprunalegu hljómsveitinni sé líka góðir vinir sínir í dag og fyrir það sé hann þakklátur. Komust á mála hjá plöturisa Eftir hljómsveitina Land og synir liggja nokkrar plötur. „Fyrsta platan okkar, Alveg eins og þú, sem kom út árið 1998 gekk afskaplega vel og seldist einnig ágætlega. Síðan gáfum við út Herbergi 313 árið eftir en hún var mun meira krefjandi verkefni. Við vissum að hún myndi ekki seljast eins vel og fyrsta platan, því það er alltaf erfiðara að fylgja fyrstu plötu eftir," segir Hreimur sem er einnig ánægður með gagnrýni fjölmiðla á plötunni. „Fjölmiðlar eru ennþá að miða hljóm- sveitir við okkur og þessa plötu." Árið 2000 kom út fimm laga plata í samstarfi við Vífilfell. „Með þeirri plötu má segja að samstarf okkar við Kók hafi byrjað og við erum ennþá að vinna með þeim í dag. Þessi plata var ekki seld beint heldur var í sumarleik Kók það árið og fór í 10.000 eintök og fékk góðar viðtökur í útvarpi," segir Hreimur. í nýjan tón slær haustið 2000 þegar Hreimur og félagar fara að vekja athygli erlendis. Þeir tóku í kjölfarið upp þrjú lög sem send voru út og fljótlega varð allt brjálað úti eins og Hreimur orðar það og allir vildu gera við þá samning. „Það var í sjálfu sér ekkert merkilegt en mjög gaman fyrir sveitaballahljómsveit frá Islandi," segir hann. „Við tók þriggja ára ferli og við fengum samning við Warner Brothers. I kjölfarið komum við með um 40 milljónir inn í landið og gerðum plötuna Happy Endings sem kostaði um 35 milljónir. Við fengum líka tækifæri til að vinna með fjöldanum öllum af skemmtilegu fólki eins og þeim sem áttu hugmyndina að hljómsveitum eins og Green Day og Weeser og hafa unnið með stjörnum eins og U2 og Kiss," segir Hreimur.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.