Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Síða 12

Skinfaxi - 01.04.2003, Síða 12
I fyrra var gerður samningur á milli Ungmennafélags íslands og heilbrigðisráðuneytisins um verk- efnið Göngum um ísland. Ráðist var í verkefnið á landsvísu og er það hugsað til nokkurra ára. Það fékk fljúgandi start og Helgi M. Arngrímsson, sem er starfs- maður þess, efast ekki um að fleiri nýti sér verkefnið í ár og næstu árin enda hefur orðið mikil vakning á meðal íslend- inga um almenna hreyfingu og líkamsrækt, og hvað er skemmti- legra en að ganga um fallega nátt- úru íslands? Valdimar Kristófers- son sló á þráðinn til Helga sem rétt gat gefið sér tíma til að svara spurningum blaðamanns enda í nógu að snúast við skráningu gönguleiðanna. GÖNGU UjVJ ÍSLAND En hvernig fór þetta allt af stað fyrir rúmu ári síðan og hvernig tengist Helgi þessu? „Þessi hugmynd kom upp í fyrravetur en aðal hugmyndasmiðurinn er Arngrímur Viðar Asgeirsson en hann er í stjórn UÍA. UMFÍ og heilbrigðisráðuneytið gerðu síðan samkomulag um að standa að verkefninu og var gerður samningur við S væðisskrifstofu UMFI hjá UÍ A á Egilsstöðum um að hún myndi sjá um þetta verkefni. I framhaldi að því var ég síðan ráðinn til að vinna að skráningu gönguleiðanna og að koma út leiðabókinni sem við gáfum út í fyrra. Við fengum svo ágætan mann, Örn Guðnason auglýsingateiknara, til að „hanna“ bókina og veggspjaldið fyrir verkefnið og leysti hann það sérstaklega vel af hendi. Þetta verkefni er hugsað til nokkurra ára enda á það alltaf við að sækja Island heim gangandi," segir Helgi sem hefur verið í fararbroddi í sinni heimasveit, Borgarftrði eystri, með að merkja gönguleiðir og skipuleggja gönguferðir um nágrennið. Hvernig gekk verkefnið fyrir sig í fyrra? „Það gekk mjög vel en þó náðum við ekki að koma öllu því í verk sem við ætluðum okkur. Þar komu þessi algengu peningavandræði til skjal- anna. Ætlunin var að koma upp merki verk- efnisins við allar leiðirnar en það reyndist ekki mögulegt en úr því bætum við nú í sumar. Við prentuðum í fyrra litla leiðabók í 20.000 ein- tökum og má segja að hún hafi klárast á 2-3 vikum. Upplagið reyndist því ekki nógu mikið svo dreifingin varð ekki nógu markviss. Við ætlum hinsvegar að tvöfalda upplagið í ár og bókinni verður m.a. dreift hjá Esso stöðvunum og á flestum upplýsingamiðstöðvum á landinu.“ Helgi hefur undanfarin sumur starfað við ieiðsögn á svokölluðum Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri. En hverjir eru það sem ganga um ísland og er sá hópur að slækka? „Það er að sjálfsögðu mjög fjöibreyttur hópur. Hér á okkar svæði eru það fyrst og fremst íslendingar því þetta svæði er það nýtt og kannski frekar lítið þekkt. Við erum hins vegar að vinna í því að fá hingað erlenda hópa og það lofar góðu en tekur að sjálfsögðu nokkurn tíma að kynna svæðið fyrir ferðaskipuleggjendum. Við höfum verið að byggja þetta svæði upp með það í huga að geta þjónustað vel okkar gesti og ég held að mjög vel hafí til tekist. Við bjóðurn meðal annars upp á skipulagðar gönguferðir með fuliri þjónustu þannig að fólk þarf bara að koma með svefnpokann sinn og fötin en við sjáum um mat, nesti, leiðsögn, gistingu og flutn- ing innan svæðis. Þetta hefur líkað afskaplega vel. Svæðið okkar er líka einstaklega fallegt og eru flestar okkar gönguleiðir greiðfærar og ekki um háa fjallvegi að ræða. Aðgengi að göngu- skálunum okkar er líka gott.” LEIÐABÓK UM GÖNGULEIÐIRNAR Hvað varðar verkefnið Göngum um ísland - fer fólk þá bara út að ganga eða fær það einhverjar upplýsingar hjá ykkur um skemmtilegar gönguleiðir? „í fyrra var verk- efnið þannig upp byggt að við söfnuðum saman upplýsingum um gönguleiðir víðsvegar um landið og gáfum síðan út smá bækling, eins konar leiðabók. í fyrra fengum við á skrá 144 leiðir sem fór fram úr okkar björtustu vonum. Þessa dagana er ég að vinna að nýrri leiðabók og það verða væntanlega um 220 gönguleiðir í henni. I bókinni er mjög stutt lýsing af hverri leið og eru þær flokkaðar eftir póstnúmerum. Því miður verðum við að takmarka textann við lágmarksupplýsingar en yfirleitt er vísað á ýtarlegri upplýsingar í bæklingum, á upplýs- ingatöflum eða á göngukortum," sagði Helgi en allar gönguleiðirnar eru miðaðar við hálftíma til tveggja tíma langar leiðir og eru um allt land. Til að komast í bókina þurfa leiðirnar að vera innan áðurgreinds tímaramma, „fjöl- skylduvænar“, stikaðar eða á mjög skýrum stígum, merktar og að um þær sé auðvelt að fá upplýsingar á korti eða á skiltum. „Það hefur gengið mjög vel að safna leiðum í bókina

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.