Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.2003, Side 18

Skinfaxi - 01.04.2003, Side 18
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði Þaö krefst mikillar vinnu að skipu- leggja og undirbúa stórmót eins og Unglingalandsmót UMFÍ. Sú vinna er fyrst og fremst í höndum sérstakrar undirbúningsnefndar sem skipuð er heimamönnum á hverjum stað fyrir sig og fulltrúum UMFÍ. Að þessu sinni er fram- kvæmd mótsins á vegum Héraðs- sambands Vestfirðinga sem heldur Unglingalandsmót 2003 í ísa- fjarðarbæ 1.-3. ágúst nk. Formað- ur Unglingalandsmótsnefndar er Ingi Þór Ágústsson og var hann spurður um ýmsa þætti þessa viða- mikla verkefnis. JJ ÍJIi m\L LÍ'jKT /\ ÍJJUJU V£fíy rj rj JJ Hvað er langt síðan undirbúningur fyrir unglingalandsmótið hófst? „Undirbúningur- inn hófst af mikilli alvöru strax eftir síðustu ára- mót þegar undirbúningsnefndin var skipuð. Um svipað leyti var ráðinn framkvæmdarstjóri móts- ins. Þetta er tiltölulega skammur tími til undirbún- ings en við veiðum með allt okkar klárt fyrir mótið.“ Hver hafa helstu verkefni undirbúnings- nefndarinnar verið? „Undirbúningsnefndin er skipuð öndvegisfólki sem gerði strax í upphaft framkvæmdalista sem við höfum svo verið að vinna eftir. Á þeim lista eru stærstu málin að fjölskyldan finni eitthvað við sitt hæfi til skemmt- unar og afþreyingar hér á Isafirði og nágrenni yfir mótsdagana. Það eru fullt af mörgum stórum og smáum málum sem koma á borð nefndarinnar en öll eru þau leyst á einn veg, - farsællega." Hafa komið upp einhver ófyrirséð vanda- mál? „Nei, það er ekki hægt að segja það, ekki ennþá að minnsta kosti. Öllum okkar hug- myndum varðandi framkvæmd mótsins hefur verið tekið með opnum hug. Ef upp koma vandamál á síðari stigum undirbúnings þá er er ég þess fullviss að þau verða Ieyst." Nú er mikið af undirbúningsvinnunni unnið í sjálfboðavinnu en það kostar engu að síður sitt að halda svona mót. Hvernig hefur gengið að fá styrktaraðila á mótið? „Það hefur gengið vonum framar og varla væri hægt að halda svona mót án þeirra. Stærstu styrktaraðil- arnir eru Menntamálaráðuneytið, 66°Norður, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Flugleiðir, B&L, Visa, íslandsbanki og Áfengis- og vímu- varnaráð." Þið ætlið að reisa sérstakt landsmótsþorp inni í miðjum bænum? „Já, Landsmótsþorpið verður staðsett á miðju mótssvæðinu með íþrótta- velli og íþróttahús á aðra hönd og hátíðarsvæðið á hina. Þama verður eins konar hjarta landsmóts- ins og þar verður að finna ýmsa þjónustu og afþreyingu. Pizza 67 verður þar með sölu á skyndibitum, Gamla bakaríið starfrækir kaffihús þar sem boðið verður upp á kaffi og bakkelsi, Hafnarbúðin mun reka þar sportvöruverslun og á svæðinu verða ýmis leiktæki fyrir yngstu kynslóðina. Þá verður upplýsingamiðstöð móts- ins staðsett í þorpinu og þar verður hægt að nálgast upplýsingar um allt er viðkemur mótinu.“ Nú er það Héraðssamband Vestfirðinga sem heldur mótið en það fer eingöngu fram á ísafirði. Ástæðan? „Hún er eingöngu til að skapa hér mikið mannlíf á einum stað en ekki dreifa keppninni í öll byggðalög ísafjarðarbæjar. Á Isafirði er stærsti byggðakjarninn innan ísafjarðarbæjar. Þar er öll aðstaða til staðar og best hægt að koma því við að taka á móti þeim fjölmörgu sem leggja leið sína vestur á ungl- ingalandsmótið. Ég hvet samt alla sem hingað leggja leið sína til að heimsækja hina staðina í Isafjarðarbæ, þ.e. Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Hnífsdal. Ég er sannfærður að enginn verður svikinn af því mannlífi sem er þar að finna.“ Unglingalandsmótið á Isafirði er það sjötta í röðinni. Verður einhver nýbreytni á mótinu í ár? „Öll mótin eru einstök á sinn hátt. Stærsta nýbreytnin á þessu móti er að hámarksaldur keppenda hækkar úr 16 árum í 18 ár. Þetta var gert til að gefa einstaklingum á þessum aldri nýjan valkost þegar þeir ákveða hvað þeir vilja gera og hvert þeir vilja fara um verslunarmannahelgina.” Það er ekki nóg með þú sért formaður undirbúningsnefndarinnar heldur ertu líka sundþjálfari hjá Sundfélaginu Vestra á Isafirði, það verður væntanlega í mörg horn að líta hjá þér á mótinu? „Já, það verður nóg að gera hjá mér. Ég bý nú samt svo vel að hafa gott fólk á bak við mig sem styður mig og að- stoðar í þessu öllu saman. Ég mun undirbúa mitt sundlið eins vel og ég get fyrir þetta mót en svo verður bara að koma í ljós hvort ég geti staðið á laugarbakkanum og hvatt þau áfram, líkt og ég hef gert í fjögur ár.“ Að lokum, þú hvetur væntanlega fólk til að fjölmenna á Unglingalandsmót UMFÍ á Isafirði um verslunarmannahelgina? „Að sjálfsögðu! Auk sjálfrar fþróttakeppninnar verður mikil áhersla lögð á afþreyingu fyrir alla aldurs- hópa þannig að þetta verður sannkölluð fjöl- skylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það verður heilmargt um að vera frá morgni til kvölds og þeir sem kjósa heilbrigða og uppbyggilega dagskrá án vímuefna ættu tvímælalaust að leggja leið sína á unglinga- landsmót á ísafirði um verslunarmannahelgina.“ UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.