Skinfaxi - 01.04.2003, Page 36
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði
A unglingalandsmótinu á ísafirði verð-
ur lögð mikil áhersla á afþreyingu fyrir
alla aldurshópa og í landsmótsþorpinu
verður m.a. sérstakt leiksvæði fyrir
yngstu kynslóðina sem útbúið verður
skemmtilegum leiktækjum. Það er
fyrirtækið 3X-Stál sem kostar leigu á
þessum leiktækjum og leggur þannig sitt
af mörkum til að gera mótið að glæsi-
legri fjölskylduhátíð. 3X-Stál er fram-
leiðslufyrirtæki á Isaflrði sem hannar og
smíðar hátækni framleiðslulausnir fyrir
sjávarútvegsfyrirtæki um allan heim.
Segir Jóhann Jónasson, framkvæmda-
stjóri, að fyrirtækið búi yflr mikilli
reynslu í smíði á búnaði úr ryðfríu stáli
og leggi höfuðáherslu á framleiðslu á
sterkum og endingargóðum búnaði sem
uppfylli kröfur og þarfir íslenskra og
erlendra sjávarútvegsfyrirtækja.
JJ
m v
[J rj
r1
JJ
fJUJ
,ij(YiUil!J;\‘í
\jj
Er ekki óhætt að segja að 3X-Stál sé öflugt
fyrirtæki sem hafl vaxið frekar hratt? „Jú,
það er rétt. Fyrirtækið var stofnað á Isafirði árið
1994 og nálgast því þau merku tímamót að verða
tíu ára. í byrjun snerist reksturinn fyrst og fremst
um ryðfría smíði og þjónustu við sjávarútvegs-
fyrirtæki á ísafirði og í nágrenni. Við lögðum
strax áherslu á þjónustu við hinar fjölmörgu
rækjuverksmiðjur sem starfræktar voru á svæð-
inu og í framhaldi af því rækjuverksmiðjur um
allt land. Fyrirtækinu óx fljótlega fískur um
hrygg og samhliða því að þjónusta þessi náði
til allra landsmanna fjölgaði starfsfólki. I dag
erum við að reka fullkomna framleiðslueiningu
í glæsilegu húsnæði að Sindragötu 5 á ísafirði
og hjá okkur starfa liðlega 40 starfsmenn sem
staðsettir eru á ísafirði og hjá dótturfyrirtækjum
á höfuðborgarsvæðinu og í Kanada.“
Þið cruð með dótturfyrirtæki bæði fyrir
sunnan og í Kanada? „Já, og eitt til viðbótar
hér á fsafírði. Rennex ehf. er sérhæft fram-
leiðslufyrirtæki staðsett á Isafirði en það sér-
hæfir sig í framleiðslu á renndum og fræstum
íhlutum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða CNC
UNGLINGA
LANDSMOT
UMFÍ
tölvustýrðri fjölnotavél, OKUMA LB-300-MY-
1000, sem er ein sú fullkomnasta hérlendis.
Annað dótturfyrirtæki 3X-Stál er Stálnaust ehf.
sem er staðsett í Garðabæ. Það sérhæfir sig í
ryðfrírri smíði fyrir matvælaframleiðendur á
höfuðborgarsvæðinu, ásamt því að sinna
almennri þjónustu fyrir 3X-Stál. Loks má nefna
3X-Stal Inc. sem er dótturfyrirtæki 3X-Stál í
Nýfundnalandi í Kanada og sér um sölu og
þjónustu til sjávarútvegsfyrirtækja á Nova Scotia,
Nýfundnalandi og Labrador."
Þið hafið verið duglegir að koma ykkur á
framfæri erlendis? „Það er rétt. Við höfum
unnið markvisst að því að kynna fyrirtækið og
framleiðslu þess á sýningum víða um heim og
til að mynda tökum við alltaf þátt í hinni árlegu
sjávarútvegssýningu Boston Seafood Show í
Bandaríkjunum og sjávarútvegssýningunni í
Brussel í Belgíu. Þannig gefst okkur mikilvægt
tækifæri til að eiga samskipti við núverandi við-
skiptavini í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu
auk þess sem við reynum að mynda tengsl við
nýja viðskiptavini til framtíðar."
Þannig að útflutningur er stór þáttur í
starfsemi 3X-Stál? „Já, það er óhætt að segja
að hann sé mjög mikilvægur. Fyrirtækið hóf
útflutning síðla árs 1997 sem hefur síðan þá
verið að aukast með hverju árinu þannig að nú
er meirihluti veltu fyrirtækisins kominn frá
erlendum mörkuðum. Kanadamarkaðurinn
hefur verið okkur mjög mikilvægur allt frá upp-
hafi. 3X-Stál hefur verið leiðandi vélbúnaðar-
framleiðandi og hönnuður í flestum stærri
verkefnum sem unnin hafa verið í kanadískum
rækjuiðnaði frá því að uppbygging hans hófst
um 1998. Hefur fyrirtækið hannað lausnir og
smíðað fyrir sex rækjuverksmiðjur í Kanada en
það er tæpur helmingur rækjuverksmiðja á
Nýfundnalandi, í Labrador og Nova Scotia."
Þið eruð nýbúnir að semja um stórverkefni
við kanadískan sjávarútvegsrisa? „Já, við
gerðum sölusamning við kanadfska sjávarút-
vegsfyrirtækið Fishery Product Intemational um
endurbyggingu tveggja rækjuverksmiðja.
Fyrirtækið er eitt hið stærsta á austurströnd Kan-
ada og rekur fjölþætta starfsemi í Nova Scotia,
á Nýfundnalandi og á Labrador. 3X-Stál hefur
tekið umtalsverðan þátt í hönnunarferli þessara
verksmiðja og nýttist þar mikil reynsla fyrirtæk-
isins í hönnun og smíði á vinnslulínum fyrir
rækjuverksmiðjur, bæði hér heima og í Kanada.
Það má því segja að þessi samningur staðfesti
enn árangur okkar í rækjuiðnaðinum í Kanada."
Hver er svo galdurinn að baki slíkri vel-
gengni? „Þegar við hófum rekstur fyrir tæpum
áratug renndum við nokkuð blint í sjóinn með
hvernig starfseminni yrði háttað. Við áttum ekki
von á því að innan áratugar yrði fyrirtækið kom-
ið í þessa stöðu. En það sem hefur skipt sköpum
er að við höfum alltaf verið á tánum og fylgst
vel með markaðnum og hagað okkar vöruþróun
og nýsköpun eftir því. Vöruþróunin er gríðar-
lega mikilvæg og til marks um það höfum við
verið að þróa fjórtán nýja vöruflokka á tveimur
síðustu árum. Markaðurinn kallar stöðugt eftir
nýjungum og til þess að fylgja honum eftir
verðum við að vera stöðugt á vaktinni."
Að lokum, er unglingalandsmót á ísafirði
ekki það heitasta um næstu verslunar-
mannahelgi? „Það er ekki spurning! Þetta
verður sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir
skemmta sér saman í heillandi umhverfi vest-
firskrar náttúru."