Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.2003, Page 48

Skinfaxi - 01.04.2003, Page 48
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði Þann 28. apríl 2001 sameinuðust fjórir sparisjóðir í einn, Sparisjóð Vestfirðinga sem þannig á sér rætur í langri og farsælli sögu sparisjóða á Vestfjörðum. Elsti sparisjóður- inn var Sparisjóður Þingeyrarhrepps sem stofnaður var árið 1896. Sparisjóður Vestfirðinga er bakhjarl í héraði, styður dyggilega við bakið á íþróttahreyfingunni og menningarstarfsemi hvers konar, m.a. sem bakhjarl Héraðssambands Vestfirðinga og þannig unglingalands- mótsins á ísafirði í sumar. Eiríkur Finnur Greipsson er aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestfirðinga og skiptir sér fimlega á milli útibúanna á Flateyri og Isafirði með viðtalstíma og stjórnunaraðstöðu. JJ jdíujvj é\\í\m ;\!JUd;\ 'fj !YiUJ;\U‘T JVJUU jVJUTJj\JUjj Það liggur beint við að spyrja í upphafí; hvers vegna svona stór sameining? „Starf- semi útibúa bankanna og sparisjóðanna hefur breyst mikið í tímanna rás. Við hjá sparisjóðunum verðum að taka þátt í sam- keppninni ætlum við okkur á annað borð að reka slíkar stofnanir. Framtíð sparisjóða- starfseminnar og vestfirskrar byggðar ætti að standa betur með því að sameina þann kraft sem í þessum fjórum sparisjóðum býr. Reyndar eru þetta fleiri en fjórir sparisjóðir því áður hafði Sparisjóður Mýrhreppinga sameinast Sparisjóði Þingeyrarhrepps, þannig að á skemmri tíma en 20 árum hafa níu sparisjóðir á Vestfjarðakjálkanum sam- einast í einn sparisjóð, Sparisjóð Vest- firðinga og til viðbótar þeim sparisjóðum í Barðastrandarsýslu sem ég taldi hér upp áðan var til Sparisjóður í Flatey á Breiða- firði, sem síðar fór til Stykkishólms." UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ Sparisjóður Vestfirðinga nær yfir víð- feðmt landssvæði? „Já, það má nú heldur betur taka undir. Við erum með afgreiðslur á átta stöðum á Vestfjörðum. Þeir eru Króksfjarðarnes, Patreksfjörður, Tálkna- fjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Súðavík og ísafjörður.“ Hvers vegna svona margar afgreiðslur? „Sparisjóður Vestfirðinga er sameinaður úr mörgum smærri sparisjóðum sem staðsettir voru á þessum stöðum. Við lítum á það sem okkar mikilvæga þjónustuhlutverk að sinna þeim stöðum sem ég nefndi áðan. Þá er gaman að geta þess að nýlega opnaði Sparisjóður Vestfirðinga afgreiðslu á Hlíf, þar sem eru þjónustuíbúðir aldraðra á ísa- firði. Með því komum við til móts við þennan aldurshóp og gerum þeim auðveld- ara að nýta sér þjónustu sparisjóðsins." Sparisjóðurinn sér líka um póstaf- greiðslu á mörgum þessara staða, ekki satt? „Jú, það er rétt. Er það í samræmi við samning sem Islandspóstur og Spari- sjóður Vestfirðinga gerðu með sér um yfirtöku sparisjóðsins á póstafgreiðslu á stöðum þar sem hann hefur útibú og er þjónustan nánast sú sama og Islandspóstur hefur boðið upp á.“ Sparisjóður Vestfirðinga styður við íþróttalífið á Vestfjörðum ekki rétt? „Stjómendur Sparisjóðsins telja mikilvægt að styðja við uppbyggilegt starf í því sam- félagi sem stofnunin starfar í. Þannig aug- lýsum við okkar starfsemi með jákvæðum hætti, styðjum við mikilvæga starfsemi sem er nauðsynleg og aukum okkar viðskipti. Sem bakhjarl Héraðssambands Vestfirð- inga styðjum við unglingalandsmótið á Isa- firði um verslunarmannahelgina og ætlum að sjá til þess að allir keppendur fái hand- klæði sem vonandi kemur sér vel þegar þeir skola af sér svitann eftir erfiði dagsins.“ Er Eiríkur Finnur sjálfur fyrrum frjáls- íþróttagarpur? „Nei, ekki garpur, líklega var ég eitthvað undir meðaltali. Það var meira um fótboltaspark á Flateyri á mínum uppvaxtarárum.“ Ætlar sparissjóðstjórinn að fylgjast með landsmótinu í sumar? „Já við hjónin höfum mikinn áhuga á að fylgjast með mótinu enda verður þetta mikil fjölskyldu- hátíð skilst mér. Við eigum 15 ára gamlan son sem hefur óbilandi áhuga á knattspymu og ég mun hvetja hann t.d. til að skrá sig í fótboltann sem ég fengið upplýsingar um að einstaklingar geti skrá sig í án þess að vera hluti af stærra liði. Það er stórsniðugt fyrirkomulag fyrir þá sem koma t.d. frá smærri stöðum en vilja keppa í fótbolta.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.