Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 48

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 48
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði Þann 28. apríl 2001 sameinuðust fjórir sparisjóðir í einn, Sparisjóð Vestfirðinga sem þannig á sér rætur í langri og farsælli sögu sparisjóða á Vestfjörðum. Elsti sparisjóður- inn var Sparisjóður Þingeyrarhrepps sem stofnaður var árið 1896. Sparisjóður Vestfirðinga er bakhjarl í héraði, styður dyggilega við bakið á íþróttahreyfingunni og menningarstarfsemi hvers konar, m.a. sem bakhjarl Héraðssambands Vestfirðinga og þannig unglingalands- mótsins á ísafirði í sumar. Eiríkur Finnur Greipsson er aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestfirðinga og skiptir sér fimlega á milli útibúanna á Flateyri og Isafirði með viðtalstíma og stjórnunaraðstöðu. JJ jdíujvj é\\í\m ;\!JUd;\ 'fj !YiUJ;\U‘T JVJUU jVJUTJj\JUjj Það liggur beint við að spyrja í upphafí; hvers vegna svona stór sameining? „Starf- semi útibúa bankanna og sparisjóðanna hefur breyst mikið í tímanna rás. Við hjá sparisjóðunum verðum að taka þátt í sam- keppninni ætlum við okkur á annað borð að reka slíkar stofnanir. Framtíð sparisjóða- starfseminnar og vestfirskrar byggðar ætti að standa betur með því að sameina þann kraft sem í þessum fjórum sparisjóðum býr. Reyndar eru þetta fleiri en fjórir sparisjóðir því áður hafði Sparisjóður Mýrhreppinga sameinast Sparisjóði Þingeyrarhrepps, þannig að á skemmri tíma en 20 árum hafa níu sparisjóðir á Vestfjarðakjálkanum sam- einast í einn sparisjóð, Sparisjóð Vest- firðinga og til viðbótar þeim sparisjóðum í Barðastrandarsýslu sem ég taldi hér upp áðan var til Sparisjóður í Flatey á Breiða- firði, sem síðar fór til Stykkishólms." UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ Sparisjóður Vestfirðinga nær yfir víð- feðmt landssvæði? „Já, það má nú heldur betur taka undir. Við erum með afgreiðslur á átta stöðum á Vestfjörðum. Þeir eru Króksfjarðarnes, Patreksfjörður, Tálkna- fjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Súðavík og ísafjörður.“ Hvers vegna svona margar afgreiðslur? „Sparisjóður Vestfirðinga er sameinaður úr mörgum smærri sparisjóðum sem staðsettir voru á þessum stöðum. Við lítum á það sem okkar mikilvæga þjónustuhlutverk að sinna þeim stöðum sem ég nefndi áðan. Þá er gaman að geta þess að nýlega opnaði Sparisjóður Vestfirðinga afgreiðslu á Hlíf, þar sem eru þjónustuíbúðir aldraðra á ísa- firði. Með því komum við til móts við þennan aldurshóp og gerum þeim auðveld- ara að nýta sér þjónustu sparisjóðsins." Sparisjóðurinn sér líka um póstaf- greiðslu á mörgum þessara staða, ekki satt? „Jú, það er rétt. Er það í samræmi við samning sem Islandspóstur og Spari- sjóður Vestfirðinga gerðu með sér um yfirtöku sparisjóðsins á póstafgreiðslu á stöðum þar sem hann hefur útibú og er þjónustan nánast sú sama og Islandspóstur hefur boðið upp á.“ Sparisjóður Vestfirðinga styður við íþróttalífið á Vestfjörðum ekki rétt? „Stjómendur Sparisjóðsins telja mikilvægt að styðja við uppbyggilegt starf í því sam- félagi sem stofnunin starfar í. Þannig aug- lýsum við okkar starfsemi með jákvæðum hætti, styðjum við mikilvæga starfsemi sem er nauðsynleg og aukum okkar viðskipti. Sem bakhjarl Héraðssambands Vestfirð- inga styðjum við unglingalandsmótið á Isa- firði um verslunarmannahelgina og ætlum að sjá til þess að allir keppendur fái hand- klæði sem vonandi kemur sér vel þegar þeir skola af sér svitann eftir erfiði dagsins.“ Er Eiríkur Finnur sjálfur fyrrum frjáls- íþróttagarpur? „Nei, ekki garpur, líklega var ég eitthvað undir meðaltali. Það var meira um fótboltaspark á Flateyri á mínum uppvaxtarárum.“ Ætlar sparissjóðstjórinn að fylgjast með landsmótinu í sumar? „Já við hjónin höfum mikinn áhuga á að fylgjast með mótinu enda verður þetta mikil fjölskyldu- hátíð skilst mér. Við eigum 15 ára gamlan son sem hefur óbilandi áhuga á knattspymu og ég mun hvetja hann t.d. til að skrá sig í fótboltann sem ég fengið upplýsingar um að einstaklingar geti skrá sig í án þess að vera hluti af stærra liði. Það er stórsniðugt fyrirkomulag fyrir þá sem koma t.d. frá smærri stöðum en vilja keppa í fótbolta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.