Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.2003, Side 52

Skinfaxi - 01.04.2003, Side 52
 - '*-■ •— ■ -. ".■ - - ' ^ - ■■ {^Í3j| Á Hólmavík er margt að sjá og skoða. Náttúru- fegurð, fjölbreytt menningar- og mannlíf, golf- völlur, skemmtilegar gönguleiðir, handverk heimamanna, hestaferðir, frábær veitingastaður og bar og skemmtilegar sýningar eru meðal þess sem er í boði fyrir ferðamenn sem leggja leið sína til Hólmavíkur. Hólmavík er paradís fyrir unnendur fallegrar náttúru. Þorpið stendur við sjóinn undir Kálfa- nesborgunum sem halda því undir sínum vernd- arvæng. Um Borgirnar er hægt að ganga eftir göngustíg sem hefur verið mjög vinsæll síðustu ár. Göngugarpar geta skráð nöfn sín í gestabók sem er staðsett á hæsta hjalla leiðarinnar. Hólmavík er líilegl og skemmtilegi 400 manna kaupfún víð Sleíngrímsijörð , Ströndum, í aðeins 270 km fjarlægð frá Reykjavik. Íbúarnír í sveiiunum í kring um Hólmavík lifa á sauðfjárrækt, en í þorpinu snýsf afvinnan að miklu ieyti um sjávarútveg og þjónusfu. Oft er sagt að á Ströndum búí kraftmikið fólk se sé í góðum tengslum við náttúruna og eru það orð að sönnu. - ' ^ . U. ■" . .. .____ Elsta byggingin á Hólmavík er Riis-hús. Það var byggt árið 1897 af dönskum kaupmanni, Richard P. Riis. Þar er veitingastaðurinn og barinn Café Riis staðsettur, en nann er þægi- legur staður í hjarta bæjarins. Húsið er glæsilega innréttað og býður upp á matseðil sem enginn ætti að verða svikinn af. Þá er oft gaman að kíkja þangað um helgar, fá sér f könnu og spjalla við heimamenn eða skoða myndasýningu sem sýnir mannlíf á Hólmavík. Tveir minnisvarðar eru á Hólmavík, inni í þorpinu er minnismerki um Stefán frá Hvítadal á fæðingarstað hans, en Stefán var fyrsti inn- fæddi Hólmvíkingurinn. Þá hefur Hermanni Jónassyni, fyrrverandi þingmanni Strandamanna, verið reistur minnisvarði í Hermannslundi í landi Skeljavíkur, skammt utan Hólmavíkur. Það orð hefur lengi farið af Strandamönnum að þeir kunni sitthvað meira fyrir sér í göldrum en aðrir. Á Hólmavík er hægt að heimsækja Galdrasýningu sem er kynngimögnuð ferð um dularheima galdra og kukls. Á sýningunni er fjallað á faglegan hátt um galdramál 17. aldar á Islandi og þjóðtrú íslendinga. Sauðfjársetur á Ströndum er staðsett í félags- heimilinu Sævangi, 12 km sunnan við Hólma- vík. Þar getur fólk fræðst um sögu íslensku sauðkindarinnar á skemmtilegri og lifandi sýn- ingu, auk þess sem þar er hægt að fá sér kafft og heimilislegt íslenskt meðlæti í notalegri kafft- stofu. í Sævangi er einnig rekin handverksbúð og á sumrin eru þar heimalningar sem bömin fá að taka þátt í að gefa. Gistimöguleikar á og við Hólmavík eru nokkrir. Gistiheimilið á Borgabraut er rótgróið gisti- heimili í þorpinu og þaðan er stutt f alla helstu þjónustu. Ferðaþjónustan Kirkjuból er gistihús nokkuð sunnan við Hólmavtk, þar er skemmti- leg gönguleið og góð leikaðstaða fyrir börn. Fyrir þá sem gista í tjaldi er gott tjaldsvæði rétt neðan við Upplýsingamiðstöð Hólmavíkur sem er opin yfir sumartímann. Á Upplýsingamið- stöðinni geta ferðalangar nálgast allar upplýs- ingar um afþreyingu á svæðinu og þar er einnig hægt að þvo og þurrka föt, kikja á internetið, fá sér kaffi og fleira. Nóg er af annarri afþreyingu. Til dæmis er hægt að fara í stuttar hestaferðir í nágrenni Hólma- víkur með fyrirtækinu Strandahestum og við Djúp er fer Svaðilfari reglulega í langar og strangar hestaferðir í kring um Drangajökul. Golfáhugamenn geta farið í golf á ágætum níu holu golfvelli sem er í Skeljavík rétt fyrir utan Hólmavík. Hólmavík er áfangastaður þeirra sem eru að leita að friði og ró, fallegri náttúru, gestrisni og nægri afþreyingu. Heimasíða Hólmavíkurhrepps er á slóðinni www.holmavik.is og www.strandir.is er tengibretti um vefsíður sem tengjast svæðinu. Allar nánari upplýsingar má fá á Upplýsinga- miðstöðinni á Hólmavík - netfangið þar er info @ holmavik.is og síminn 451 3111.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.