Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.2003, Qupperneq 52

Skinfaxi - 01.04.2003, Qupperneq 52
 - '*-■ •— ■ -. ".■ - - ' ^ - ■■ {^Í3j| Á Hólmavík er margt að sjá og skoða. Náttúru- fegurð, fjölbreytt menningar- og mannlíf, golf- völlur, skemmtilegar gönguleiðir, handverk heimamanna, hestaferðir, frábær veitingastaður og bar og skemmtilegar sýningar eru meðal þess sem er í boði fyrir ferðamenn sem leggja leið sína til Hólmavíkur. Hólmavík er paradís fyrir unnendur fallegrar náttúru. Þorpið stendur við sjóinn undir Kálfa- nesborgunum sem halda því undir sínum vernd- arvæng. Um Borgirnar er hægt að ganga eftir göngustíg sem hefur verið mjög vinsæll síðustu ár. Göngugarpar geta skráð nöfn sín í gestabók sem er staðsett á hæsta hjalla leiðarinnar. Hólmavík er líilegl og skemmtilegi 400 manna kaupfún víð Sleíngrímsijörð , Ströndum, í aðeins 270 km fjarlægð frá Reykjavik. Íbúarnír í sveiiunum í kring um Hólmavík lifa á sauðfjárrækt, en í þorpinu snýsf afvinnan að miklu ieyti um sjávarútveg og þjónusfu. Oft er sagt að á Ströndum búí kraftmikið fólk se sé í góðum tengslum við náttúruna og eru það orð að sönnu. - ' ^ . U. ■" . .. .____ Elsta byggingin á Hólmavík er Riis-hús. Það var byggt árið 1897 af dönskum kaupmanni, Richard P. Riis. Þar er veitingastaðurinn og barinn Café Riis staðsettur, en nann er þægi- legur staður í hjarta bæjarins. Húsið er glæsilega innréttað og býður upp á matseðil sem enginn ætti að verða svikinn af. Þá er oft gaman að kíkja þangað um helgar, fá sér f könnu og spjalla við heimamenn eða skoða myndasýningu sem sýnir mannlíf á Hólmavík. Tveir minnisvarðar eru á Hólmavík, inni í þorpinu er minnismerki um Stefán frá Hvítadal á fæðingarstað hans, en Stefán var fyrsti inn- fæddi Hólmvíkingurinn. Þá hefur Hermanni Jónassyni, fyrrverandi þingmanni Strandamanna, verið reistur minnisvarði í Hermannslundi í landi Skeljavíkur, skammt utan Hólmavíkur. Það orð hefur lengi farið af Strandamönnum að þeir kunni sitthvað meira fyrir sér í göldrum en aðrir. Á Hólmavík er hægt að heimsækja Galdrasýningu sem er kynngimögnuð ferð um dularheima galdra og kukls. Á sýningunni er fjallað á faglegan hátt um galdramál 17. aldar á Islandi og þjóðtrú íslendinga. Sauðfjársetur á Ströndum er staðsett í félags- heimilinu Sævangi, 12 km sunnan við Hólma- vík. Þar getur fólk fræðst um sögu íslensku sauðkindarinnar á skemmtilegri og lifandi sýn- ingu, auk þess sem þar er hægt að fá sér kafft og heimilislegt íslenskt meðlæti í notalegri kafft- stofu. í Sævangi er einnig rekin handverksbúð og á sumrin eru þar heimalningar sem bömin fá að taka þátt í að gefa. Gistimöguleikar á og við Hólmavík eru nokkrir. Gistiheimilið á Borgabraut er rótgróið gisti- heimili í þorpinu og þaðan er stutt f alla helstu þjónustu. Ferðaþjónustan Kirkjuból er gistihús nokkuð sunnan við Hólmavtk, þar er skemmti- leg gönguleið og góð leikaðstaða fyrir börn. Fyrir þá sem gista í tjaldi er gott tjaldsvæði rétt neðan við Upplýsingamiðstöð Hólmavíkur sem er opin yfir sumartímann. Á Upplýsingamið- stöðinni geta ferðalangar nálgast allar upplýs- ingar um afþreyingu á svæðinu og þar er einnig hægt að þvo og þurrka föt, kikja á internetið, fá sér kaffi og fleira. Nóg er af annarri afþreyingu. Til dæmis er hægt að fara í stuttar hestaferðir í nágrenni Hólma- víkur með fyrirtækinu Strandahestum og við Djúp er fer Svaðilfari reglulega í langar og strangar hestaferðir í kring um Drangajökul. Golfáhugamenn geta farið í golf á ágætum níu holu golfvelli sem er í Skeljavík rétt fyrir utan Hólmavík. Hólmavík er áfangastaður þeirra sem eru að leita að friði og ró, fallegri náttúru, gestrisni og nægri afþreyingu. Heimasíða Hólmavíkurhrepps er á slóðinni www.holmavik.is og www.strandir.is er tengibretti um vefsíður sem tengjast svæðinu. Allar nánari upplýsingar má fá á Upplýsinga- miðstöðinni á Hólmavík - netfangið þar er info @ holmavik.is og síminn 451 3111.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.