Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 56

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 56
VESTURB Y GGÐ A Barðaströnd reyndi Hrafna-Flóki fyrstur manna landnám á Islandi. Hann uggði ekki að sér og gleymdi sér í sumarsælunni. Um veturinn féll fénaður hans allur og varð hann frá að hverfa. Nærri bryggjunni á Brjánslæk eru Flókatóftir sem munnmæli herma að hafi verið búðir Hrafna-Flóka. Á Rauðasandi er sögusvið einnar mögnuðustu ástarharmsögu íslenskra bókmennta „Svartfugls“. Þar segir frá sönnum atburðum sem enn er hvíslað um þótt liðin séu 200 ár, ástum Bjarna og Steinunnar sem myrtu maka sína til að eigast. í Sauðlauksdal hefur lengi verið prestsetur. Þar vann sr. Björn Halldórsson merkt brautryðjenda- starf í garðyrkju á seinni hluta 18. aldar. Hann læt m.a. reisa varnar- garð til að hefta sandfok í dalnum. Hlaut garðurinn nafnið Ranglátur því prestur þótti oft harður á mein- ingu sinni. í Örlygshöfn hefur Egill Ólafsson bóndi á Hnjóti byggt upp byggða- safn héraðsins. Hann lét þar ekki staðar numið heldur kom á fót fyrsta flugminjasafninu á íslandi. „Þetta segir sína sögu“ var viðkvæði Egils sem lést 1999. Vestasti tangi Evrópu, Bjargtangar, teygir sig 24°32’0” vestur lengdar, hluti Látrabjargs sem rís hæst í 441 m, 14 km. á lengd, mesta sjófugla- byggð á norðurhveli jarðar. I maí flykkjast í bjargið þúsundir sjófugla og varpið hefst. Fyrr á tímum var það matarkista djarfra karla og kvenna sem sigu í bjargið og sóttu björg í bú. Patreksfjörður, Þorpið hans Jóns úr Vör. Þar hefur verið stunduð verslun frá tíð Hansakaupmanna. Frá fornu fari hafa útvegur og verslun verið helstu atvinnugreinarnar. Fyrsta tilraun íslendinga til togveiða var á Patreksfirði. Aldalöng samskipti við sjómenn af öllu þjóðerni einkenna svipmót staðarins. Um tíma var þar franskur, enskur og þýskur konsúll. Frjótt menningarlíf hefur löngum blómgast á Bíldudal. Er Leikfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.