Skinfaxi - 01.02.2005, Qupperneq 6
■Sr www.umfi.is/laugar
Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum:
i
Lauaar hrein paradís
Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum tóku til starfa um miðjan janúar á þessu ári. Búðirnar
eru ætlaðar nemendum 9. bekkja í grunnskólum landsins og er markmiðið að starfrækja þær í um
átta mánuði á ári. Forstöðumaður búðanna er Bjarni Gunnarsson. Fyrstu nemendurnir sem dvöldu í
búðunum komu úr nærliggjandi sveitum en síðan hafa nemendur úr skólum vítt og breitt um landið
dvalið að Laugum. Nemendur sem dvalið hafa í búðunum hafa lýst yfir mikilli ánægju með dvölina og
vilja margir hverjir helst koma aftur.
Undirbúningur að stofnun
Ungmenna- og tómstundabúða
að Laugum hefur staðið hátt á
annað ár
Ungmenna- og tómstunda-
búðirnar eru hugsaðar sem
þriggja ára tilraunaverkefni í sam-
starfi við ýmsa aðila sem koma
að málum barna og unglinga á
Islandi. A undirbúningstímanum
var leitað til fjölmargra aðila sem
hafa sterkan faglegan bakgrunn í
i'þrótta- og tómstundamálum ungs
fólks og reynslu í að undirbúa
verkefni sem þetta.Að málum
komu meðal annarra fagfólk úr
íþrótta-, æskulýðs-, og tómstunda-
málum sveítarfélaga og i'þrótta- og
æskulýðsfélaga.forsvarsmenn tóm-
stundabrautar KHI og fleiri.
Ungmenna- og tómstunda-
búðirnar að Laugum verða reknar
íanda hugmyndafræði UMFI. Mark-
mið Ungmenna- og tómstunda-
búðanna að Laugum er að vera
leiðandi í rekstri ungmenna- og
tómstundabúða á Islandi, efla sjálfs-
traust, efla samvinnu og tillitssemi,
hvetja til sjálfstæðra vinnubragða,
kynnast heimvistarlífi, fræðast
um söguslóðir kynna landið og
nánasta umhverfi, læra að vera
þátttakandi í félagsstörfum í anda
UMFI, fræðast um mikilvægi for-
varna, kynna ábyrg fjármál, vinna
markvisst gegn einelti, fræðast um
mikilvægi hollra lifnaðarhátta og
kynnast jaðan'þróttum.
Ennfremur verður lögð
áhersla á tómstundir sem lífstíl og
sem mikilvægan þátt i'forvarnar-
starfi. Ftannsóknir hafa sýnt fram
á að þátttaka barna og unglinga
í íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur
mikilvægt forvarnargildi. Rík
áhersla verður lögð á að námið
nýtist þegar heim er komið þannig
að þátttakendur geta stofnað eða
starfrækt nemendafélög og/eða
aðra félagstengda starfsemi.
Bryddað verður upp á þeirri
nýjung að kenna þátttakendum
grundvallaratriði f stjórnun einka-
fjármála á lifandi og skemmtilegan
hátt. Á þessu námskeiði verður
farið íað kynna fyrir unglingunum
mikilvægi þess að fara vel með
peninga. Mikilvægi þess að huga
að skipulagningu fjármála og eyða
ekki um efni fram heldur reyna að
leggja fyrin þó um smáar upphæð-
ir sé að ræða.
Dalasýsla er eitt helsta
sögusvæði Islands. Nemendur í
Ungmenna- og tómstundabúð-
unum að Laugum heimsækja bæ
Eiríks rauða að Eiríksstöðum í
Haukadal. Þar gefst þeim kostur á
að kynnast sögu Islands á lifandi
og fræðandi hátt. Jafnframt að
kynnast daglegu lífi eins og það
var fyrir um þúsund árum. Að
læra um söguna á söguslóð gefur
nemendum einstakt tækifæri á að
dýpka skilning sinn á sögu Island,
lifnaðarháttum og samfélagi forn-
manna.
Aðstaðan að Laugum er ein-
stök og kjörin fyrirtómstundastarf-
semi en þangað er rúmlega eins
og hálf tíma akstur frá Reykjavik
eftir að Brattabrekka var mal-
bikuð. Öll mannvirki að Laugum
og aðstaða eru sniðin fyrir starf-
semi Ungmenna- og tómstunda-
búðana en þar var áður heíma-
vistarskóli. Á staðnum er nýleg 25
metra útisundlaug, heitir pottar og
fullbúið i'þróttahús. Umhverfið er
frábært í alla staði til útivistar og
margar gönguleiðir standa tíl boða
í nágrenninu.
0
t
♦
J