Skinfaxi - 01.02.2005, Síða 13
f
Guðjón Hálfdánarson nemandi við íþróttalýðháskólann í Arósum:
Guðjón Hálfdánarson úr Hveragerði hefur dvalið á íþróttalýðháskólanum í
Arósum frá því í ágúst.
Guðjón Hálfdánarson úr Hveragerði hefur frá því
í ágúst dvalið í íþróttalýðháskólanum í Arósum
á Jótlandi. Guðjón er 21 árs gamall stúdent frá
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hann hafði
ekki tekið ákvörðun um frekara nám í bili en þeg-
ar hann heyrði af skólanum í Danmörku ákvað
hann að slá til. Þarna gafst tækifæri sem ef til vill
myndi aldrei gefast aftur. Guðjón stundar knatt-
spyrnu af miklum eldmóði og lék um tfma með
Hamri í Hveragerði og einnig með Breiðabliki.
Fótboltinn varð að sjálfsögðu fyrir valinu sem sér-
grein hans í skólanum.
Guðjón hefur ekki tekið
ákvörðun með hvaða liði hann
leikur með þegar hann kemur
heim í vor. Selfoss og Fjölnir hafa
bæði falast eftir kröftum hans en
Guðjón ætlar að bíða og sjá enda
gæti dvölin allt eins lengst í Dan-
mörku. Guðjón æfði bæði með
Selfyssingum og Fjölni þegar hann
var í frn heima um jólin.
Guðjón hefur í vetur æft og
leikið með Skovbakken sem leikur
í hinni svokölluðu Jótlandsseríu og
gætu mál hæglega þróast þannig
að hann myndi leika með liðinu
fram á sumarTíminn einn mun
hins vegar leiða í Ijós hvað gerist í
þeim efnum.
- Hvað olli því að þú ákvaðst
að fara utan til Danmerkur?
d eftír að nýtast mcr alla <evi
„Ég var i' fyrrasumar að spá
í mín skólamál en langaði líka
í aðra röndina að taka mér frí.
Móðir mín, sem er í stjórn UMFI,
sagði mér frá þessum möguleika
og að UMFI væri í samvinnu við
íþróttalýðháskóla í Danmörku.
Þetta fannst mér vert að skoða
nánar og kom hún mér í samband
við Valdimar Gunnarsson sem
hefur þessi mál á sinni könnu hjá
UMFI.Við fórum ígegnum það
hvað væri best fyrir mig varðandi
fótboltann og á endanum kom
hann mér inn í skólann í Arósum.
Allt ferlið fór í gegnum UMFI og
stend ég í mikilli þakkarskuld við
þau ágætu samtök því tíminn
í Danmörku er búinn að vera
ólýsanlega skemmtilegur og þrosk-
andi," sagði Guðjón hress í bragði
í samtali við Skinfaxa.
Skólinn hófst 18. ágúst og lauk
haustönninni þann 18. desember
og kom þá Guðjón heim í jólafrí.
Hann hélt síðan aftur utan eftir
áramótin og verður þar fram á
vorið.
„Ég veit ekki hvernig aðrir
skólar eru en skólinn hér í Ar-
ósum er hreint út sagt frábær Ég
er í svokallaðri fótboltaakademíu
en ýmsar aðrar íþróttagreinar
standa mönnum til boða og má
þar nefna handbolta, fimleika
og margt annað sem er mjög
athyglisvert. Skólinn sjálfur er mjög
uppbyggjandi, þetta er ekki bara
upplifun, heldur opnar dvölin hér í
skólanum nýja sýn á lífið almennt.
Það hófu 12 nemendur nám við
fótboltaakademínu á sl. hausti, þar
af þrír Islendingar en annars koma
nemendur frá öllum heimshorn-
um,“ sagði Guðjón.
- Hvað hefur komið þeir einn
helst á óvart í skólanum?
„Ætli það sé ekki hvað maður
er bara sterkur í því að bjarga
sér sjálfur þegar á reynir Maður
er að kynnast nýjum menningar-
heimi, nýju fólki og nýju tungumáli.
Það hefur komið mér á óvart
hvað maður á mikið sameiginlegt
með fólki sem kemur frá óli1<um
menningarsamfélögum. Ég mæli
eindregið með að íslenskir ungling-
ar skoði það alvarlega að stunda
nám í íþróttalýðháskólum en ég
veit nú þegar af áhuga vina og
kunningja heima á Islandi. Skólalíf-
ið almennt er mjög fjölbreytt og
Stíhlað d sögunni - fréttir úr hreypngunni
- Fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík 1992 og síðan þá hafa verið haldin sjö slík mót.
Það síðasta var haldið á Sauðárkróki í fyrrasumar en í ár verður það haldið íVík í Mýrdal dagana 29.-31. júlí.
Mikill hugur er í heimamönnum og hefur undirbúningur staðið yfir frá því fyrir áramót og
framkvæmdir við íþróttamannvirki eru hafnar af fullum krafti.
SKINFAXI - gefið út samíleytt síöon I909
B