Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2005, Page 20

Skinfaxi - 01.02.2005, Page 20
Kristbjörn Albertsson formaður Ungmennafélags Njarðvíkur: Gjörbylting í starfseminni Glæsileg félagsaðstaðo Ungmennafélags Njarðvík- ur var opnuð í nýrri viðbyggingu íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur á aðventunni, nánar tiltekið þann 14. desember, að loknum umfangsmiklum endurbót- um sem fram hafa farið á öllu húsinu að utan sem innan. Kristbjörn Albertsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Njarðvíkur, við vinnu á skrifstofu félagsins. - Stendur ekki íþróttalífið í blóma hér um slóðir eins og áður? „Mjög svo en við erum einung- is með fjórar deildir körfubolta, knattspyrnu, sund og svo lyftinga- og líkamsræktardeild. Reksturinn gengur vel og við höfum hvergi hrúgað upp skuldum. Það kostar okkur um 5 milljónir að ganga frá hér innandyra, það er annað hvort að hafa þetta almennilegt eða sleppa þessu.Við erum ánægðir með lífið og tilveruna og hvernig málin standa," sagði Krist- björn Albertsson glaður í bragði. „Við getum sagt að það hafi orðið bylting að fá þessa félagsað- stöðu og hún varð í raun miklu meiri en ég hafði gert mér í hugar- lund. Þessi aðstaða á sér svolitla forsögu en við liðum fyrir það í mörg ár að eiga hvergi samastað. Deildirnar voru úti um allan bæ og mest inn á heimilum formann- anna. Þessi nýja aðstaða átti að vera tilbúin 1995 en ég tók við félaginu árinu áður. Eg hafði orð á því á þeim tíma að ég ætlaði að vera formaður þangað til við fengj- um nýju aðstöðuna. Það er búið að taka öll þessi ár og ég ennþá formaður. Nú langar mig hins veg- ar ekki að hætta formennsku því það er svo gaman í starfinu," sagði Kristbjörn Albertsson, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur í sam- tali við Skinfaxa. Kristbjörn sagði það mikið fé- lagslegt atriði að fá þessa aðstöðu. Félagsaðstaðan iðar af lífi allan daginn í öllum deildum. Kristbjörn sagðist sjá þess merki nú þegar að nýja aðstaða hefði eflt félagið til muna. „Hér er alltaf eitthvað um að vera en auðvitað hefur þetta kost- að sitt. Þetta er tvímælalaust góð fjárfesting til framtíðar litið.Við munum eflaust leigja aðstöðuna til einkasamkvæma en ungmenna- félagar hafa samt forgang i' húsinu svo framarlega sem þeir hafa pant- að tíma," sagði Kristbjörn.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.