Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2005, Page 24

Skinfaxi - 01.02.2005, Page 24
Samstorfssamningur Glímusambandsíns oo IIMFI Glímusambandið og UMFI hafa gert með sér samstarfssamning um eflingu glfmunnar innan ungmennafélagshreyfmgarinnar. Markmiðið er að fjölga iðkendum og auka veg íþróttarinnar á mót- um UMFI. Stofnuð hefurverið nefnd sem hefur þann tilgang að skila tillögum um hvernig hægt verði að ná þessum markmiðum. I nefndinni sitjaValdimar Gunnarsson, Kristján Yngvason, Pétur Eyþórsson, Stefán Geirsson og Þóroddur Helgason. Það voru þeir Björn B.Jónsson formað- ur UMFI og KristjánYngvason formaður GLI sem undirrituðu samkomulagið. 4 Samstarfssamningur Ungmennafélags íslands (UMFÍ) og Glímusambands íslands (GLÍ) felur í sér eftirfarandi: UMFI og GLI standa saman að átaki um eflingu Glímunnar innan ungmennafélagshreyfing- arinnar með það að markmiði að auka veg hennar á mótum hreyfingarinnar og að fjölga iðkendum. 2. UMFI og GLI standa saman að myndun nefndar sem hef- ur það hlutverk að leita leiða til að ná þessum markmiðum. Einnig hefur nefndin það hlut- verk að kanna möguleika á að mynda sýningarflokk UMFI í íslenskri glímu. 3. Nefndin verði skipuð 5 valin- kunnum mönnum sem skila áliti til stjórnar UMFI og GLI fyrir I5.febrúar2005. 4. GLI kynnir Unglingalandsmót UMFI í útbreiðsluferðum sín- um um landið. 5. Skipun nefndarinnar verður íhöndum UMFÍ og GLI. Þrír nefndarmanna verði frá UMFI og tveir frá GLI. UMFÍ fer með formennsku í nefndinni. I Á dögunum var samþykkt að stofna Glímusamband innan sænsku fþrótta- hreyf/ngarinnar en ársþing þess fór fram í mars. Þetta er stórt skref fyrir glímuíþróttina og gott dæmi um það að glfman sé á uppleið. Glíma hefur verið stunduð í Svíþjóð í 15 ár en aðalega í Mal- mö og Stokkhólmi. Einnig hefur glíma verið stunduð í Danmörku og Noregi og núna er vakna áhugi í Finnlandi svo þetta er vonandi bara fyrsta skrefið í þá átt að koma glímunni á kortið í Skand- ínavíu og Evrópu. 24 SKINFAXI - tímarit Unsmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.