Skinfaxi - 01.02.2005, Síða 29
Þrastalundur:
Framhvæmdum innandym lohíö
Nýr og glæsilegur Þrastalundur var, eins og öllum
ungmennafélögum er kunnugt um, vígður 12.
júní 2004. Húsið kom í stað eldra húsnæðis en
Þrastalundur er í eigu Ungmennafélags Islands.
A dögunum var lokið við að leggja gólfefni og má
segja að húsið innandyra sé komið í sfna fram-
tíðarmynd.
Snorri Sigurfinnsson veitinga-
maður á Selfossi sem sér um rekst-
urinn í Þrastalundi segir í spjalli
við Skinfaxa að nýlokið sé við að
klára húsið innandyra. Snorri er
leiguaðili og félag sem hann rekur
í samvinnu með eiginkonu sinni
leigir húsið til tíu ára.
Parket var lagt á alla salina,
anddyrið, verslunin var stækkuð
og í leiðinni hefðu farið fram
ýmsar úrbætur Eftir er frágangur á
lóðinni en að sögn Snorra er hús-
ið komið í sína fullkomnu mynd
en vonandi verði byggt við en full
þörf sé orðin á því nú þegar
„Það er komið vor í Gríms-
nesinu.Við opnuðum í lok febrúar
og það er strax byrjuð töluverð
umferð um helgarVið erum með
opið alla daga og á þessum róleg-
asta tíma frá kl. I 1:00 til 17:00 og
til kl. 20:00 um helgar Um leið og
hlýnar þá lengjum við opnunartím-
ann en stefnan er annars að vera
með opið allt árið," sagði Snorri.
- £r ekki aðstaðan öll orðin hin
glæsilegasta?
Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjórí UMFÍ, Gísli Páll Pálsson,
formaður HSK Ejörn B.Jónsson, formaður UMFI og Engilbert Olgeirsson,
framkvæmdastjóri HSK á fundi í glæsilegum húsakynnum Þrastalundar á
dögunum.
„Hér er glæsileg aðstaða og
það er rosalegur munur eftir að
gólfefnin komu. Það kom hlýleiki
í salinn og gegnheilt viðarparket-
ið er glæsilegt að sjá og salurinn
er orðin þannig að gaman er að
halda þar veislurVið leigjum salinn
með veitingum og nú þegar eru
fram undan nokkrar ferminga- og
afmælisveislur og ættarmót. Það
er annars töluvert um bókanir en
það tekur bara tíma fýrir fólk að
átta sig á því hvað þessi staður
hefur upp á að bjóða. Þarna er
stórkostlegur útsýnisstaður og
hver árstíð þarna um slóðir hefur
sinn sjarma. Það er ekki síður
fallegt að horfa út um gluggann
að vetri til en umhverfið allt er í
raun stórkostlegt," sagði Snorri
Sigurfinnsson.
r
v
MJ ÓLKURBÚ FLÓAMANNA
Samkaup
Sparisjóður Húnaþings og Stranda
Húnaþing vestra
ísafjarðarbær
Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga
Sparisjóður Norðlendinga Akure/ri
SKINFAXI - gefiö út samfleytt síóan 1909