Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2005, Qupperneq 30

Skinfaxi - 01.02.2005, Qupperneq 30
Sm Ungmennafélaði í nsrmynd Fsiing díttur minnar Voldimar Leó Friðriksson var á dögunum endurkjörinn formaður UMSK en hann hefur gegnt formennsku í fjögur ár. Aður en hann réðst til UMSK var hann framkvæmdastjóri UMSE f 13 áren í upphafi varhann þarstarfs- maður í tvö ár.Auk formennskunnar f UMSK erValdimar Leó framkvæmda■ stjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ en í þeirri stöðu hefur hann verið í I I ár. „Það er mjög skemmtilegt að vinna í hreyfingunni og alltaf eitthvað nýtt að gerast. Það hefur reynst mér vel að hafa unnið þetta lengi í hreyfingunni því maður veit hvað grasrótin er að fást við," sagði Valdimar Leó Frið- riksson formaður UMSK sem er í nærmynd í fyrsta blaði Skinfaxa á þessu ári. UMSK telur í dag rúmlega 27.000 félagsmenn í 32 aðildarfé- lögum og 33 deildum. Innan að- ildarfélaganna eru skráðir 14.550 iðkendur í 21 íþróttagrein auk almenningsíþrótta. Fullt nafn: Valdimar Leó Friðriksson. Fæðingarstaður: Akureyri. Maki: Þóra H. Ólafsdóttir Aldur: 44 ára. Starf: Framkvæmdastjóri Umf. Aftureldingar og stuðningsfulltrúi á sambýli auk þess varaþingmaðun Bifreið: Toyota Corolla 1995. Uppáhaldsmatur: Lambahryggur með sveppasósu og bananakakan hennar mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Malt. Besti prentmiðillinn: Fréttablaðið. Besti Ijósvakamiðillinn: Skjár einn. Uppáhaldssjónvarpsþættir: Fraiser og Law and order Uppáhaldssjónvarpsmaður: Enginn. Besta íslenska bíómynd sem þú hefur séð: Englar alheimsins, Besta erlenda bíómynd sem þú hefur séð: Braveheart. Besti leikari íslenskur: Þröstur Leó Gunnarsson. Besti leikari erlendur: John Malkovich. Uppáhaidstegund tónlistar: Blues. Uppáhaldssöngvari: Andrea Gylfadóttir og Noddy Holder í Slade. Eftirminnilegasta augnablik- ið: Fæðing dóttur minnar Fyrirmynd: Margar Fleygustu orð: Ekki saga sag. Áhugamál: Iþróttin stjórnmál, verkalýðsmál og svartbakseggja- tínsla. Hvers gætirðu síst verið án: Afskipta af (þrótta- og félags- málum. Hvað tækirðu með þér á eyðieyju: Einhvern til að þrasa við. Hvað er ómissandi: Vatn. Ef þú ynnir milljón í happa- drætti: 600.000 í skuldir og rest í ferðalag. Hvað gleður þig mest: Að ná mínum málum í gegn. Hvaða íslenskur íþróttamað- ur stendur fremstur í dag: Kristín Rós Hákonardóttin Besti íþróttamaður í heimi í dag: Pass. Fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð fyrir utan maka: Heather Locklear Mottó í framtíðinni: Lottó. Stililab d sögunni - fréttír úr hreyjingunnj - Árið 1949 gerir þing UMFI nokkrar breytingar á lögum sambandsins þar á meðal á nafninu. Sambandið heitir Ungmennafélag Islands en ekki Samband Ungmennafélaga Islands en skammstöfunin sem upp vartekin 1921 heldur sér óbreytt: UMFI. Þær breytingar sem þingið gerði á lögunum voru nær eingöngu á stefnuskránni sem var aukin mjög og endurbætt til samræmis við tíðarandann. Þá varfáni og merki UMFI lögbundinn: Hvítbláinn. SKINFAXI - tímorit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.