Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 13
Haraldur Bóasson, verkefnisstjóri verklegra framkvæmda: Verður gríðarlega flott íþróttasvæði Haraldur Bóasson er verkefnisstjóri verklegra framkvæmda hjá Þingeyjarsveit. Hann situr ennfremur í unglingalandsmótsnefndinni og hefur umsjón með því sem er verið að gera fyrir Unglingalandsmótið á Laugum afhálfu sveitarfélagsins. Íþví sambandi má nefna byggingu vallarhússins, völlinn sjálfan með samskiptum við verktaka, hönnuðina og innflutningsaðila sem efni tengd framkvæmdum eru keyptar af. Það má þvísegja að Haraldur haldi utan um alla þræði sem tengjast framkvæmdum á svæðinu áLaugum. Skinfaxi hitti Harald á svæðinu við Laugar á dögunum. Hann hafði greinilega í mörg horn að líta en gaf sér þó tíma til að ræða málin og fyrsta spurningin var hvernig fram- kvæmdir hefðu gengið. „Þær hafa gengið alveg ágætlega. Við lentum þó í því að fá vont hret en við byrjuðum um leið og snjóa leysti í vor. Það var lítið byrjað að gera í fyrrahaust en veturinn var nýttur vel til undirbúnings og um leið og snjóa leysti vor- um við tilbúin að taka til hendinni undir lok apríl. Það hefur verið unnið sleitulaust síðan en þó hafa dottið út dagar vegna veðurs,"sagði Haraldur. - Það hlýtur að vera mikil áskorun fyrir sveitarfélagið og þig sjálfan að taka þátt í þessari uppbyggingu sem hér á sér stað? „Jú, þetta er mjög gaman og spennandi að fá tækifæri til að taka þátt í því öllu saman. íbúar hafa sýnt mikinn áhuga og nokkrum sinnum hefur verið leitað til þeirra í sjálfboðaliðastörf, þökulagningu og hreinsun, og þeir hafa brugðist hratt og vel við þeirri beiðni. Þetta er auðvitað krefjandi verkefni og visst áhlaup því að við höfum ekki mjög langan tíma til stefnu. Ég er handviss um að þetta gengur upp og allt verður tilbúið þegar flautað verður til SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.