Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Síða 35

Skinfaxi - 01.05.2006, Síða 35
Ingólfur Sigfússon, umsjónarmaður heimasíðu Unglingalandsmótsins: Þátttaka í þessum mótum er einstök upplifun Ingólfur Sigfússon hefur haft umsjón með heimasíðu Ungl- ingalandsmótsins á Laugum frá því að hún fór í loftið í mars. Á vefsíðunni er hægt að nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um mótið og mótsstaðinn. Fréttir verða birtar jafnt og þétt fram að móti frá Laugum af gengi mála og þá verða birt myndaalbúm frá svæðinu. Þá verða fundargerðir Unglingalandsmótsnefndar birtar á vefsíðunni. Ingólfur hefur búið í Reykjadalnum í 16 ár en fyrstu árin var hann í Mývatnssveit. Hann útskrifaðist frá fram- haldsskólanum á Laugum í vor og ætlar í haust að leggja stund á tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri. „Það hefur verið mjög gaman að vinna við heimasíðu mótsins. Ég hlakka mikið til Unglingalandsmótsins og er orðinn spenntur eins og flestir hér í sýslunni. Það er mikil áskorun fyrir svona lítið sveitarfélag að taka að sér svona stórt mót en allir hafa lagst á eitt í undirbúningnum sjálf- um,"sagði Ingólfur. Ingólfur sjálfur var töluvert mikið í íþróttum á ungling- UMFÍfærafnot af glæsilegu húsi á Laugum Undirbúningur 9. Unglingalandsmóts UMFÍ, sem verður haldið um verslunarmannahelgina á Laugum í S-Þingeyjar- sýslu, er kominn á fullt skrið. Unglingalandsmótsnefnd fundar reglulega á Laugum og fer yfir stöðu mála. Snemma á þessu ári var skrifað undir leigusamning við Kvenfélaga- samband Suður-Þingeyinga um afnot af glæsilegu húsi þeirra, sjálfum Húsmæðraskólanum á Laugum. Skólahúsið var byggt á árunum 1928-1929 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Húsið og allir innanstokksmunir eru gersemar. Flest húsgögnin í dagstofu eru smíðuð á staðn- um af Gunnari Jónatanssyni frá Reykjum í Fnjóskadal eftir fyrirsögn Kristjönu Pétursdóttur, fyrsta skólastjóra skólans, og leitaði hún aðstoðar Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara við gerð þeirra. sárum, mest þó í frjálsum íþróttum. Hann hætti iðkun vegna bakmeiðsla um 16 ára aldurinn. „Ég tók þátt í tveimur Unglingalandsmótum, fyrst í Stykkishólmi og síðan á Sauðárkróki. Þátttaka í þessum mótum er ofarlega í minningunni en ég hvet alla, sem hafa aldur til, að taka þátt en stemningin og umgjörð þessara móta er einstök og mikil upplifun fyrir alla fjölskylduna," sagði Ingólfur Sigfússon. Heimasíða Unglingalandsmóts UMFÍ á Laugum er www.ulm.is. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFl, Guðrún Fjóla Helgadóttir, formaður Kvenfélagasambands S-Þingeyinga, og Arnór Benónýsson, formaður HSÞ, við undirskrift samningsins á Laugum. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 35

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.