Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 22
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit varð til við sameiningu fjögurra hreppa: Hálshrepps, Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps og Reykdælahrepps. Sameiningarkosningar fóru fram 3. nóvember 2001 og ný sveitar- stjórn tók við 9. júní 2002 eftir sveitarstjórnar- kosningar 25. maí. íbúar eru um 700 talsins. í sveitarfélaginu er gróskumikið mannlíf enda atvinnuvegir fjölþættir, s.s. landbúnaður, fræðsla, fiskvinnsla, skógrækt, ferða- þjónusta, matvælaframleiðsla og margt fleira. Tveir grunn- og leikskólar eru í sveitarfélaginu; Stórutjarnaskóli og Litlulauga- skóli, Framhaldsskólinn á Laugum og tónlistarskóli í Reykjadal starfa þar auk tónlistardeildar við Stórutjarnaskóla. Skólabúðir eru starfræktar í Kiðagili í Bárðardal þar sem um árabil var rekinn grunnskóli. Leiklistarstarf og söngur eru í miklum blóma, t.d. á Breiðumýri og í Söngfélaginu Sálubót og fþróttalíf er öflugt hjá ungmenna- félögum á svæðinu; Bjarma, Einingunni, Eflingu og Gamni og alvöru. Sveitarfélagið byggir á gömlum merg en um það leika ferskir vindar framfara og sóknar enda býr sveitarfélagið að mikilli auð- legð í mannauði, náttúruauðlindum, t.d. á Þeistareykjum, í Skjálf- andafljóti og hugsanlega víðar og sóknarfærum á sviði ferðamála. í sveitarfélaginu eru dýrmætar náttúruperlur eins og Goðafoss og Vaglaskógur og Skjálfandafljótið fossar gegnum sveitarfélagið og endurómar sterkum rómi þann mikla kraft sem virkja má í fólki, fossum, fjöllum og fögrum dölum Þingeyjarsveitar. 22 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.