Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 26
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit: Fnjóská: Fnjóská rennur eftir endilöngum Bleiksmýrardal og Fnjóskadal og um Dalsmynni til sjávar í Eyjafjörð. Hún er lengsta bergvatnsá landsins, 117 km löng, og þykir mjög falleg veiðiá. Laxveiði er nokkur í ánni, en afar sveiflukennd. Góð bleikjuveiði er samhliða laxveiðinni. Stangveiðifélagið Flúðir á Akureyri hefur haft ána á leigu. Sjá nánar á www. fludir.svak.is. Veiðileyfi efst í Fnjóská eru seld á lllugastöð- um, sími 462-6199. Dalsá: Dalsá er dragá og á upptök sín á Flateyjardals- heiði og fellur norður Flateyjardal í Skjálfanda. Þó nokkur silungsveiði er í ánni. Veiðileyfi í Dalsá eru seld á Hallgils- stöðum, sími 462-6912. Laxá í Laxárdal: Veiðifélag Laxár og Krákár fer með veiðirétt í Laxá í Laxárdal. Laxá fellur úr Mývatni og rennur um Laxár- dal og Aðaldal og loks í Skjálfandaflóa. Urriðasvæðið nær frá ósum Mývatns um Laxárdal að Laxárvirkjun og er um 33 km að lengd. Nánari upplýsingar í veiðiheimilinu Hofi í Mývatnssveit, sími: 464-4333, www.laxamyvatn.is, veidi@laxamyvatn.is Níphólstjörn: Er fyrir ofan bæinn Stórutjarnir í Ljósavatnss- karði. Þangað er u.þ.b. 20 mín. gangur frá bænum. Ágætis- veiði er í vatninu, en þar veiðist nær eingöngu urriði. Veiði- leyfi í Níphólstjörn eru seld á Stórutjörnum, sími 464-3327. Ljósavatn: Stórt stöðuvatn í mynni Ljósavatnsskarðs, aust- an megin. Það er um 3,2 km2 og um 35 m að dýpt þar sem það er dýpst. Ágæt veiði er í vatninu, mest af bleikju, en fiskurinn frekar smár. Veiðileyfi eru seld á bæjunum í krin- gum vatnið sem og á Hótel Eddu á sumrin: Kross, sími 464- 3248. Vatnsendi, sími 464-3249. Arnstapi, sími 464-3250. Hótel Edda, Stórutjörnum, sími 444-4890. Svartárvatn: Allstórt stöðuvatn við bæinn Svartárkot, innsta bæ í Bárðardal að austan, um 45 km frá Fosshóli. Svartárvatn þykir gott silungsveiðivatn. Veiðileyfi í Svartár- vatn fást í Svartárkoti, sími 464-3267. Svartá: Fellur úr Svartárvatni og í Skjálfandafljót nokkru norðan við Víðiker. Svartá er talin lindá og tekur litlum breytingum. Veiðin er mest urriði af góðri stærð, 1 -9 pund, og jafnframt eitthvað af smábleikju. Góðir veiðistaðir og margir, en dreifðir um ána. Veiðileyfi í Svartá fást í Svartár- koti, sími 464-3267. íshólsvatn: Er silungavatn í Mjóadal sem er eyðidalur inn af Bárðardal sunnan við Mýri, innsta bæ vestan megin í dalnum. Sprengisandsleið liggur með vatninu austanverðu. Veiðileyfi í fshólsvatn fást á Mýri, sími 464-3111. Vestmannsvatn: Mörkin milli Aðaldals og Reykjadals liggja um Vestmannsvatn. Vatnið er um 2,4 km2 og 10 m á dýpt þar sem það er dýpst. Reykjadalsá rennur í það sunnanvert en úr því Eyvindarlækur til Laxár. Ágæt veiði er í vatninu, aðallega bleikja og urriði en einnig er eitthvað um lax þar sem lax gengur í Reykjadalsá í gegnum vatnið. Veiðileyfi í Vestmannsvatn fást í Pálmholti, sími 464-3128. Reykjadalsá: Reykjadalsá er dragá, á upptök sín á Mývatn- sheiði og rennur um 35 km leið í gegnum allan Reykjadal og fellur ÍVestmannsvatn. Góð laxveiði er í ánni. Nánari upplýsingarfást hjá Pétri Péturssyni í símum 551-2112, 852-3395 eða 452-4107. Skjálfandafljót: Nánari upplýsingar hjá Veiðifélagi Skjál- fandafljóts. 26 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.