Skinfaxi - 01.05.2006, Side 26
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit:
Fnjóská: Fnjóská rennur eftir endilöngum Bleiksmýrardal
og Fnjóskadal og um Dalsmynni til sjávar í Eyjafjörð. Hún
er lengsta bergvatnsá landsins, 117 km löng, og þykir mjög
falleg veiðiá. Laxveiði er nokkur í ánni, en afar sveiflukennd.
Góð bleikjuveiði er samhliða laxveiðinni. Stangveiðifélagið
Flúðir á Akureyri hefur haft ána á leigu. Sjá nánar á www.
fludir.svak.is. Veiðileyfi efst í Fnjóská eru seld á lllugastöð-
um, sími 462-6199.
Dalsá: Dalsá er dragá og á upptök sín á Flateyjardals-
heiði og fellur norður Flateyjardal í Skjálfanda. Þó nokkur
silungsveiði er í ánni. Veiðileyfi í Dalsá eru seld á Hallgils-
stöðum, sími 462-6912.
Laxá í Laxárdal: Veiðifélag Laxár og Krákár fer með veiðirétt
í Laxá í Laxárdal. Laxá fellur úr Mývatni og rennur um Laxár-
dal og Aðaldal og loks í Skjálfandaflóa. Urriðasvæðið nær
frá ósum Mývatns um Laxárdal að Laxárvirkjun og er um
33 km að lengd. Nánari upplýsingar í veiðiheimilinu Hofi í
Mývatnssveit, sími: 464-4333, www.laxamyvatn.is,
veidi@laxamyvatn.is
Níphólstjörn: Er fyrir ofan bæinn Stórutjarnir í Ljósavatnss-
karði. Þangað er u.þ.b. 20 mín. gangur frá bænum. Ágætis-
veiði er í vatninu, en þar veiðist nær eingöngu urriði. Veiði-
leyfi í Níphólstjörn eru seld á Stórutjörnum, sími 464-3327.
Ljósavatn: Stórt stöðuvatn í mynni Ljósavatnsskarðs, aust-
an megin. Það er um 3,2 km2 og um 35 m að dýpt þar sem
það er dýpst. Ágæt veiði er í vatninu, mest af bleikju, en
fiskurinn frekar smár. Veiðileyfi eru seld á bæjunum í krin-
gum vatnið sem og á Hótel Eddu á sumrin: Kross, sími 464-
3248. Vatnsendi, sími 464-3249. Arnstapi, sími 464-3250.
Hótel Edda, Stórutjörnum, sími 444-4890.
Svartárvatn: Allstórt stöðuvatn við bæinn Svartárkot,
innsta bæ í Bárðardal að austan, um 45 km frá Fosshóli.
Svartárvatn þykir gott silungsveiðivatn. Veiðileyfi í Svartár-
vatn fást í Svartárkoti, sími 464-3267.
Svartá: Fellur úr Svartárvatni og í Skjálfandafljót nokkru
norðan við Víðiker. Svartá er talin lindá og tekur litlum
breytingum. Veiðin er mest urriði af góðri stærð, 1 -9 pund,
og jafnframt eitthvað af smábleikju. Góðir veiðistaðir og
margir, en dreifðir um ána. Veiðileyfi í Svartá fást í Svartár-
koti, sími 464-3267.
íshólsvatn: Er silungavatn í Mjóadal sem er eyðidalur inn
af Bárðardal sunnan við Mýri, innsta bæ vestan megin í
dalnum. Sprengisandsleið liggur með vatninu austanverðu.
Veiðileyfi í fshólsvatn fást á Mýri, sími 464-3111.
Vestmannsvatn: Mörkin milli Aðaldals og Reykjadals liggja
um Vestmannsvatn. Vatnið er um 2,4 km2 og 10 m á dýpt
þar sem það er dýpst. Reykjadalsá rennur í það sunnanvert
en úr því Eyvindarlækur til Laxár. Ágæt veiði er í vatninu,
aðallega bleikja og urriði en einnig er eitthvað um lax þar
sem lax gengur í Reykjadalsá í gegnum vatnið. Veiðileyfi í
Vestmannsvatn fást í Pálmholti, sími 464-3128.
Reykjadalsá: Reykjadalsá er dragá, á upptök sín á Mývatn-
sheiði og rennur um 35 km leið í gegnum allan Reykjadal
og fellur ÍVestmannsvatn. Góð laxveiði er í ánni. Nánari
upplýsingarfást hjá Pétri Péturssyni í símum 551-2112,
852-3395 eða 452-4107.
Skjálfandafljót: Nánari upplýsingar hjá Veiðifélagi Skjál-
fandafljóts.
26 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands