Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 33
Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins:
Þingeyingar eru stórhuga
„Allur undirbúningur Þingey-
inga fyrir Unglingalandsmótið
hefur gengið sérlega vel. Það
verður ekki af Þingeyingunum
tekið að þeir eru stórhuga að
taka svona mót að sér. Metn-
aður í því að gera vel og vanda
til verka hefur einkennt allan
undirbúning þeirra og það hef-
ur verið sérlega gaman að taka
þátt í þessu með þeim. Nálægð
við alla atburði er afar stór
kostur við mótssvæðið á Laug-
um en það eru varla hundrað
metrar á milli keppnisstaða. Ég
er sannfærður um aðstaðan öll
á Laugum verður stórglæsileg
og heimamönnum til sóma,"
sagði Ómar Bragi Stefánsson,
framkvæmdastjóri Unglinga-
landsmóts UMFÍ á Laugum,
sem haldið verður um verslu-
narmannahelgina.
Ómar sagði að með
hverju mótinu sem haldið væri
öðluðust menn mikla reynslu
og hún væri afar dýrmæt í
þessum efnum. Hann sagði að
ekkert mót væri eins og það
næsta á undan en forsendur-
nar væru alltaf þær sömu. Alltaf
væri um sama markhópinn að
ræða en reynslan, sem menn
byggju yfir frá fyrri mótum,
kæmi sér gríðarlega vel. Við
höfum í gegnum árin verið að
byggja upp ákveðinn lager
af landsmótsvarningi sem er
síðan fluttur milli mótsstaða á
hverjum tíma svo að ekki þarf
að fjármagna og festa kaup
á þessum hlutum á hverjum
stað fyrir sig. Ómar segir
þetta skipta afar miklu máli.
Mótið á Laugum verður fjórða
landsmótið þar sem hann er
framkvæmdastjóri.
„Þetta verður bara alltaf
skemmtilegra með hverju mót-
inu. Það hefur verið geysilega
gaman að vinna með öllu fólki
á öllum stöðum sem mótin
hafa verið haldin á."
- Unglingalandsmót UMFÍ
ernú verið að halda í 9. skiptið.
Hvaða gildi hafa þessi mót í þín-
um huga?
„Það er ekki nokkur spurn-
ing um að þau hafa gríðarlegt
gildi fyrir þessa krakka og það
segir sína sögu að margir þátt-
takendur velja Unglingalands-
mót ár eftir ár. Þá er það ekki
síst mikilvægt fyrir fjölskylduna
að koma á svona íþróttahátíð
og verja tímanum saman yfir
verslunarmannahelgina. Mér
finnst það flottasta að foreld-
arnir eigi þess kost að koma
með og vera með börnunum
sínum þessa helgi. Þessi mót
skipa orðið verulegan sess og
þau hafa ennfremur mikið for-
varnagildi. Það má alveg segja
fullum fetum að mótin í gegn-
um tímann hafa verið í einu
orði sagt frábær. Þessi mót eru
svo sannarlega komin til að
vera og miklu meira en það."
- Hvað búist þið við miklum
fjölda á mótið á Laugum um
verslunarmannahelgina?
„Við gerum ráð fyrir tíu
þúsund manns og svæðið á
Laugum er tilbúið að taka móti
þeim fjölda. Það er gríðarleg
tilhlökkun í mínum huga og ég
er handviss um að þetta verður
alveg meiriháttar unglinga-
landsmót/'sagði Ómar Bragi
Stefánsson, framkvæmdastjóri
mótsins.
9.UNGLINGA
LANDSMOT
UMFÍ
Laugum 4.-6. ágúst
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 33