Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 31
Keppnisgreinar Frjálsar íþróttir: Keppt er á nýjum, stórglæsilegum íþróttavelli á Laugum. Gerviefni er á hlaupabrautum, stökk- og kastsvæðum og er aðstaða öll hin glæsilegasta. Keppt verður í eftirfarandi grein- um og aldursflokkum: Hnátur og hnokkar (11 ára) 60 m hlaup, víðavangshlaup, boðhlaup óskráðra, 5 x 80 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast og fjölþraut. Stelpur og strákar (12 ára) 60 m hlaup, víðavangshlaup, boðhlaup óskráðra, 5 x 80 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast og fjölþraut. Telpur og piltar (13 ára) 100 m hlaup, 800 m hlaup, víðavangshlaup, 5 x 80 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, fjölþraut. Telpur og piltar (14 ára) 100 m hlaup, 800 m hlaup, víðavangshlaup, 4 x 100 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast og fjölþraut. Meyjar og sveinar (15-16 ára) 100 m hlaup, 800 m hlaup, víðavangshlaup, 4x 100 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, fjölþraut. Stúlkur og drengir (17-18 ára) 100 m hlaup, 800 m hlaup, víðavangshlaup, 4 x 100 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast og fjölþraut. Glíma: Mikil áhersla verður lögð á glímukeppni á Unglingalandsmót- inu að þessu sinni og verður sérstök kynning á þessari þjóðar- íþrótt okkar. Um er að ræða bæði einstaklings- og liðakeppni hjá báðum kynjum og verðuraldurskiptingin þessi: 11-12 ára, 13-14ára, 15—16 ára, 17—18 ára. Hestaíþróttir: Hestaíþróttir njóta ört vaxandi vinsælda á unglingalandsmó- tum en keppnin fer fram á Einarsstöðum, skammt frá Laugum. Keppt verður í tölti og fjórgangi í þremur flokkum: Barnaflokk- ur 11-13 ára. Unglingaflokkur 14-16 ára. Ungmennaflokkur 17-18 ára. Knattspyrna: Öll knattspyrnukeppnin ferfram á völlum á Laugum sem eru norðan við tjaldsvæðið. Keppt er eftir miniboltareglum KSI og er aldurskiptingin hjá báðum kynjum sem hér segir: 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-18 ára. Körfubolti: Keppnin fer fram í íþróttahúsinu á Laugum. Keppt er eftir re- glum KKÍ og eraldursskiptingin eftirfarandi, bæði hjá stelpum og strákum: 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-18 ára. Skák: Skákkeppnin ferfram í framhaldsskólanum á laugardeginum og verða tefldar 7 umferðir. Flokkaskipting er þessi: 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-18 ára. Sund: Nýja sundlaugin á Laugum er vettvangur sundkeppninnar. Keppt verður í 50 m bringusundi, 50 m skriðsundi, 50 m flugsundi, 50 m baksundi, 100 m bringusundi, 200 m skrið- sundi, 200 m fjórsundi, 4 x 33 m skriðsund-boðsund og 4 x 33 m fjórsund-boðsund. Keppt er í þremur aldursflokkum: 11-12 ára sveinar/meyjar, 13-14 ára drengir/telpur, 15-18 ára piltar/stúlkur. Þátttaka og keppnisgjald Allir krakkar á aldrinum 11-18 ára geta tekið þátt í mótinu. Keppnisgjald er 4.500 kr. á hvern einstakling, óháð því hvað hann keppir í mörgum greinum. Allir greiða sama gjald og það á einnig við um þá er taka þátt í hæfileikakeppninni. Skráning fer fram á heimasíðu okkar www.ulm.is og þar má einnig finna nánari upplýsingar um mótið. Skráning hefst í júlí og verða allir þátttakendur að skrá sig undir sínu félagi/sam- bandi. Fulltrúi félags/sambands mun ná í öll gögn fyrir sitt fólk, greiða keppnisgjöld og koma þeim til réttra aðila. Ef þú vilt vera með og keppa í knattspyrnu eða körfubolta en ert ekki í neinu sérstöku keppnisliði getur þú skráð þig engu að síður. Við búum til lið handa þér með fleiri einstaklingum sem eru í sömu sporum og þú. Þér verður svo tilkynnt í hvaða liði þú ert við komuna til Lauga. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.