Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 18
Mikil hefð fyrir Unglingalandsmótunum Mikil hefð ríkir fyrir Landsmótum innan ungmennafélagshreyfing- arinnar en á tæpri 100 ára sögu UMFÍ hafa verið haldin 24 Lands- mót víðs vegar um landið. Árið 1992 fékk Jón Sævar Þórðarson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Eyjafjarðar, þá hugmynd að halda Unglingalandsmót UMFÍ og einblína á aldurshópinn 11-16 ára. Mótið yrði hugsað sem keppni og skemmtun til handa þess- um aldursflokki.Vel vartekið í þessa hugmynd og frá og með ár- inu 1992 hófstsaga Unglingalandsmóta UMFÍ. Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 10.-12. júlí árið 1993. Mótið, sem haldið var á vegum UMSE, tókst vel í alla staði og var alveg Ijóst að þetta mótshald var komið til vera. Fyrirmyndarfélag mótsins var HHF. 2. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Blönduósi dagana 14.-16. júlí 1995, á vegum USAH. Fyrirmyndarfélag mótsins var UNÞ. 3. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Grafarvogi 1998, á vegum Ungmennafélagsins Fjölnis. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSH. 4. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið árið 2000 í Vesturby- ggð/Tálknafirði, á vegum HHF. Mótið markaði skil í sögu mótanna því að það var haldið um verslunarmannahelgi í fyrsta skipti. Þetta var umdeild ákvörðun en sagan hefur kennt okkur að þetta var afar farsælt skref í sögu mótanna. Fyrirmyndarfélag mótsins var UMSS. 5. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Stykkishólmi um verslunarmannahelgina 2002, á vegum HSH. Fyrirmyndarfélag mótsins var USVS. 6. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á ísafirði um versl-un- armannahelgina 2003, á vegum HSV. Fyrirmyndarfélag móts- ins var HSÞ. Á þessu móti var tekin ákvörðun um að hækka aldursmörk mótsins upp í 18 ár í stað 16 áður. Á þingi UMFÍ eftir mótið var ákveðið, með miklum meirihluta atkvæða, að halda mótið árlega um verslunarmannahelgina. 7. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki 2004, á vegum UMSS. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK. Þetta var í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót var haldið á sama stað og Landmót UMFÍ. 8. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið íVík í Mýrdal 2005, á vegum USVS. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK. Mótið tókst í alla staði mjög vel og var framkvæmdaaðilum sem og heimamönn- um til sóma.Talið er að um sjö þúsund gestir hafi sótt mótið en blíðskaparveðurvaralla daga mótsins. 18 SKINFAXI - t/marit Ungmennafélags íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.