Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 23
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit: Vaglaskógur: Er annar stærsti skógur á landinu og einnig með stórvöxnustu skógum landsins, en þar ná birkitré yfir 13 m hæð. Þar er miðstöð Skógræktar ríkisins á Norðurlandi eystra og stór uppeldisstöð fyrir trjáplöntur. Vagla- skógur er einn af fáum íslenskum skóg- um þar sem skógarhögg er stundað og eru afurðir þess einkum notaðar í reyk- inga- og arinvið. Vaglaskógur er vinsæll áningarstaður ferðafólks enda afbragðs útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Hann hefur orðið skáldum yrkisefni, t.d. Kristjáni frá Djúpalæk sem orti svo: Áhugaverðir staðir í Þingeyjarsveit Vor í Vaglaskógi í Vaglaskógi Kvöldið er okkar og vor um Vaglaskóg, við skulum tjalda í grænum berjamó. Leiddu mig, vinur, í lundinn frá í gær, lindin þar niðar og birkihríslan grær. Leikur í Ijósum lokkum og angandi rósum, leikur i Ijósum lokkum hinn vaggandi blær. Dagperlur glitra, um dalinn færist ró, draumar þess rætast sem gistir Vaglaskóg. Kveldrauðu skini á krækilyngið slær. Kyrrðin er friðandi, mild og angurvær. Leikur í Ijósum lokkum og angandi rósum, leikur í Ijósum lokkum hinn vaggandi blær. Og Davíð Stefánsson heillaðist einnig af þessum fallega stað og orti Ijóð til skógarins: Ég var ÍVaglaskógi, í vorsins græna ríki, og þar er alltaf ilmur, þó aðrir skógar svíki. Ég varð að villimanni, sem vorsins söngva nýtur og elskar grænar greinar og guði einum lýtur. Ég var ÍVaglaskógi, og vorið hló í kvistum. Ég drakk af djúpum skálum þá dögg, er svalar þyrstum. Um loftið þrestir þutu, og þá var margt, sem skeði. Þar logar allt af lífi. Þar Ijómar allt af gleði. Er sólin boðar sumar um sveit og fjöll og voga og blóm og bjarkakrónur sem brúðarkyndlar loga og allar elfur syngja um ást og bjartar nætur, þá breytast mennskar meyjar í mildar skógardætur. Ég var ÍVaglaskógi, og veit af lundi einum; þar ríkir rökkrið helga; þar rignir óskasteinum; þar glitrar allt afgleði, og góðir vinir mætast, og þar lét drottning dagsins minn draum og vonir rætast. Þar batt ég brúðarsveiginn og brjóstið heita kyssti. Á bjarkarstofninn sterka ég stafi okkar risti... Og allterilmi vafið, og allar greinar hjala og mæla á því máli, sem minningarnar tala. Ég verð að villimanni, er vorsins klukkur hringja. Ég fagna eins og fuglinn, sem fæðist til að syngja. Þar falla af mér fjötrar, er fyrstu laufin gróa, og ég verð ör og ungur af ilmi grænna skóga. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.