Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 24
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit:
Áhugaverðir staðir í Þingeyjarsveit
Flateyjardalsheiði og Flateyjardalur: Eyðidalur norður af
Fnjóskadal, við Dalsmynni, um 32 km langur og nær að sjó
til móts við Flatey á Skjálfanda. Flateyjardalsheiði og Flat-
eyjardalur eru raunverulega sami dalurinn, heiðin liggur þó
nokkuð hærra en dalurinn en nyrst í honum, við sjóinn, er
allbreitt undirlendi. Bæði heiðin og dalurinn voru byggð á
árum áður en síðasti bærinn, Brettingsstaðir, fór í eyði árið
1954. Mjög sumarfagurt þykir á Flateyjardal þótt vetrarríki
sé mikið á þessum slóðum, enda hefur ásókn ferðamanna
aukist þangað jafnt ár frá ári. Leiðin inn á dalinn liggur rétt
sunnan við bæinn Þverá í Dalsmynni en hún er eingöngu
fær á sumrin og þá aðeins jeppum og stærri bílum.
Flatey á Skjálfanda: Er u.þ.b. 2,5 km löng þar sem hún er
lengst og um 2 km á breidd þar sem hún er breiðust. Eyjan
stendur á mjög virku jarðskjálftabelti. Ljóst er af heimildum
að byggð hefur verið samfelld í Flatey allt frá 12. öld til árs-
ins 1967 þegar allir íbúar í eynni, um 50 manns, fluttust
brott. Flestir urðu íbúarnir árið 1943, en þá voru um 120
manns í Flatey. Alla tíð voru fiskveiðar aðalbjargræðisvegur
eyjarmanna, þótt landbúnaður, og síðar fleiri atvinnuvegir,
væru stundaðir jafnhliða. Þrátt fyrir að Flatey hafi nú verið
í eyði um margra áratuga skeið eru margir sem sækja þan-
gað á sumrin til dvalar og sumir nýta hlunnindi og sækja
sjóinn.Theódór Friðriksson (1876-1948), rithöfundur,
fæddist í Flatey. Flann skrifaði margar bækur, m.a. ævisögu
sína,„( verum I—II" en hún er áhugaverð fyrir þá sem vilja
kynna sér lífsskilyrði á þessum slóðum um og upp úr alda-
mótum 1900. Flægt er að komast út í Flatey með Norður-
siglingu á Flúsavík, þó er það einkum fyrir stærri hópa.
Náttfaravíkur: Liggja undir Víknafjöllum við Skjálfanda-
flóa, nyrst í Köldukinn. Landnáma hermir svo frá að frá skipi
Garðars Svavarssonar, sem hafði vetursetu á Húsavík í för
sinni til íslands, hafi slitnað bátur sem í voru þræll að nafni
Náttfari og ónefnd ambátt. Settust þau að í víkunum um
skeið og draga þær nafn sitt af því. Eignaði svo Náttfari
sér land í Reykjadal en hraktist aftur út í Víkur þegar land
byggðist. Þrír bæir voru í Náttfaravíkum, yst Vargsnes, þá
Naustavík og suður í Kotadalnum bærinn Kotmýrar. Byggð
hélst í Náttfaravíkum fram á síðustu öld en Naustavík fór
síðust í eyði árið 1941. Þar stendur enn steinhús sem notað
er sem sæluhús. Sjá www.isholf.is/flatey/
Barnafoss í Skjálfandafljóti: Eraustan megin Kinnarfells,
gegnt eyðijörðinni Barnafelli, 3-4 km norður af Fremstafelli.
Þar fellur fljótið í þröngu og allt að 100 m djúpu gljúfri.
Nafngift fossins er sögð dregin af því að börn hafi eitt sinn
verið að leik í tunnu skammt frá fossinum og hafi tunnan
oltið með þau ofan í gljúfrið og þau farist.
Frá Fremstafelli liggur slóði að Barnafossi sem er fær
öllum stærri fólksbílum og jeppum á sumrin.
Þingey: Eyja í Skjálfandafljóti, norðaustur af Barnafossi. Þar
var þingstaður til forna og þar haldið þing á hverju vori.
Þingey var líklega þingstaður frá árinu 963. Eyjan er nær 6
km löng en austur úr eynni gengur breiðvaxið nes þar sem
hinn eiginlegur þingstaður var. Þar heitir Þinghóll og mótar
þar greinilega fyrir miklum búðum og hringlaga garði um
þær. Draga Þingeyjarsýslur sem og Þingeyjarsveit nafn sitt
af eynni.
Ullarfoss í Skjálfandafljóti: Fellur fram af Þingey í Skipa-
poll, en þangað segir sagan að Bárður landnámsmaður hafi
dregið skip sitt.
Fellsskógur: Fallegt skóglendi í austurhlíð Kinnarfells.
Þaðan er fallegt útsýni yfir Þingeyjardalinn, Skipapoll, Ullar-
foss, eyrar og kvíslar Skjálfandafljóts og norðaustur yfir
hérað. Akfært er þangað ef þurrt er, en afleggjari liggur frá
þjóðveginum gegnt Ljósvetningabúð.
Hrifla: Bær vestan Skjálfandafljóts. Þar fæddist Jónas Jóns-
son (1885-1968) skólastjóri og ráðherra, betur þekktur sem
Jónas frá Hriflu.
Goðafoss í Skjálfandafljóti: Þykir einn fegursti foss land-
sins og er aðeins örfáa metra frá þjóðvegi nr. 1, rétt hjá
Fosshóli við mynni Bárðardals. Hann er bæði breiður og
vatnsmikill. Hefur fljótið grafið næstum þriggja km langt
gljúfur inn í hraunið við fossinn og er það tilkomumikil sjón
að sjá fljótið falla ólgandi niður þröngt gljúfrið. Klettar á
fossbrúninni greina hann í tvo meginfossa, 9 og 17 m háa,
og nokkra smærri, eftir vatnsmagni. Sagan segir að Þorgeir
Ljósvetningagoði hafi kastað goðum sínum í fossinn eftir
að kristni var lögtekin árið 1000 og fossinn fengið nafn sitt
af því.
Skammt neðan við Goðafoss er annar lítill foss er nefnist
Geitafoss og þar rétt vestan við sérkennilegt gat í bergið,
svokallað Hansengat. Dregur það nafn sitt af því að í það
féll Hansen, lyfsali á Akureyri, er hann hugðist stökkva yfir
gatið. Sakaði hann þó ekki en Kristján Fjallaskáld orti um
atburðinn og nefndi Ijóð sitt"Undirheimaförin"sem hefst
þannig:
24 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands