Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 11
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra:
einfaldlega þannig að tíminn er takmarkaður og mikil samkeppni
um lausan tíma fólks. Hin mikla sjálfboðaliðavinna, sem ung-
mennafélögin og sérsamböndin lifðu á, er ekki lengur með þeim
hætti sem hún var. Þetta þarf að horfast í augu við og þessi fjár-
veiting er hluti af því. Ráðuneytið kemur síðan að því að
byggja upp á ýmsan hátt en í því sambandi má nefna samvinn-
una við Reykjavíkurborg og KSÍ við uppbyggingu nýju stúkunnar
á Laugardalsvelli. Með beinum og óbeinum hætti höfum við
styrkt Landsmót hestamanna sem er gríðarlega stór íþróttasam-
koma. Síðan höfum við styrkt þau svæði þar sem Landsmót UMFÍ
eru haldin en ríkisvaldið hefur stutt við uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja þannig þessi mót geti farið fram með góðum og
sómasamlegum hætti.
Þetta er fjárfesting sem skilar sér tvímælalaust. Kröfur nútíma-
samfélagsins eru þær að aðstæður séu góðar. Menn eiga því ekki
að fussa yfir fjárveitingum sem fara í íþróttamannvirki því að þær
skila sér aftur. Við viljum sjá krakkana okkar á hreyfingu, sjá þau
leika saman og skilja það hvað er að leika saman."
- Á þeim tímum sem við lifum á er kannski ekkert brýnna en að
haida mótáborð við Ungiingalandsmótin?
„Það er tvímælalaust þannig. Samkeppnin um tíma og athygli
barna er mikil og þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að vel
takist tii þegar hreyfing eins og UMFÍ leggur sig svona fram í hví-
vetna varðandi undirbúning fyrir unglingalandsmótin. Það skiptir
máli að vel sé haldið á spilum og UMFÍ gerir það. Ég vona að þessi
dampur haldist uppi og aukist frekar en hitt."
Þorgerður Katrín sagði að nú væri verið að móta íþróttastefnu
til frambúðar. Fyrir lægju drög að íþróttastefnu sem væru núna til
kynningar en yrði síðan fylgt eftir með haustinu. Allir sem láta sig
málið varða eru hvattir til að koma fram með athugasemdir og
hafa ýmsir gert það nú þegar.
„Þar á meðal eru ýmsar ábendingar sem aðilar hafa sett fram í
nefnd undir forsæti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, formanns Fjölnis.
UMF(, ÍSÍ og sveitarfélögin hafa komið að mótun stefnunnar og
í henni er m.a. lögð áhersla á að ýta á skólakerfið til að börn og
unglingar hreyfi sig meira. Má í því sambandi nefna að ganga
helst í skólann, ganga á æfingar og hreyfa sig í frímínútum. Þarna
eru margar ábendingar á ferðinni og allt er þetta gert með það að
leiðarljósi að við megum aldrei gefa eftir. Það er ekkert mál að
liggja uppi í sófa með Playstation-tölvuna fyrirframan sig. Ekki er
allt neikvætt við tölvuleiki en þeir verða að vera í hófi. Foreldrar
verða að fylgjast með því sem börnin þeirra eru að gera en um
fram allt drífa þau fram úr sófanum til að hreyfa sig meira. Við
sjáum að börnunum vegnar betur í skólakerfinu ef þau hreyfa
sig. Það er veganesti upp í framhaldsskólann og háskólann og
lífið sjálft. Þess vegna er mikilvægt að UMFf, ÍSÍ, sveitarfélögin
og ríkisvaldið og ekki sfst atvinnulífið komi með ábyggilegum
og uppbyggilegum hætti að þessari stefnumótun. Eins skipta
fyrirmyndirnar miklu máli en bara t.d. það að eiga Eið Smára fær
marga stráka og stelpur til að fara út og leika sér í fótbolta. Við
verðum að hlúa vel að afreksíþróttafólki okkar, því að það skilar
sér inn í hreyfinguna/'sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra.
ÖSSUR
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands