Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 10
UMFÍ er að sinna því sem skiptir okkur öll máli „Ég lít mjög jákvæðum augum til Unglingalandsmótanna sem og til starfsemi Ungmennafélags íslands. UMFÍ er að sinna því sem skiptir okkur öll máli fyrst og fremst og það er börnin okkar. Ég skynja það á vinafólki mínu, sem á börn á unglingsaldri, að það er uggandi um börnin þegar verslunarmannahelgin nálgast. Því þarf að bjóða börnum og unglingum upp á eitthvað spennandi sem hefur tilvísun á aðdráttarafl sem er spennandi og gaman. Mér sýnist Unglingalandsmótin hafa einmitt upp á það að bjóða og þess vegna vil ég óska UMF( til hamingju með þetta framtak sem þeir hafa staðið sig vel í," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, þegar hún var innt eftir því hvaða augum hún liti Unglingalandsmót UMFÍ sem nú verður haldið í 9. skiptið um verslunarmannahelgina á Laugum í S-Þingeyjarsýslu. Þorgerður Katrín sagði að í huga sínum skipti það miklu máli að fjölskyldan nyti samverustunda um þessa stærstu ferðahelgi ár hvert. Flún sagði ennfremur brýnt að fjölskyldan áttaði sig á þeim lífsgæðum sem felast í þeim stundum sem fjölskyldan ætti saman og reyndi gera sniðuga hluti saman. Þetta væri góður tími til þess, landið væri yndislegt til að njóta saman á þessum árstíma. Flún liti á það sem hvatningu af hálfu UMFÍ til að fjölskyldan hugsaði sinn gang, væri saman en ekki sundruð. íhverju er ráðuneytið að vinna sem hefur skírskotun til barna og unglinga þegar íþróttir eru annars vegar? „Það er mjög margt í gangi í íþrótta- og æskulýðsmálum. Við styrkjum t.d. UMFÍ til ýmissa verka og eigum ágætis samstarf við þá hreyfingu í mörgum málum sem og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Það sem við höfum reynt að gera er að láta þessi frjálsu félagasamtök, sem eru um leið fagaðilar á sínu sviði, njóta sín, skapa þeim ákveðinn ramma og umgjörð, og svo sé það þeirra að móta verkefnin áfram. Ekki að það sé miðstýrt úr ráðuneytinu. Við höfum líka komið að mikilvægum verkefnum eins og t.d. með bók sem við gáfum út í vor sem ber heitið Verndum æskuna og beinist gegn kynferðislegum afbrotum. Bókin geymir mikilvægar upplýsingar gegn slíkum óhugnaði. Við reynum í hvívetna að upplýsa þjóðina um mikilvægi þess að vernda æskuna. Það má því segja að við komum að æskulýðsmálum á margan hátt." Þorgerður Katrín sagðist geta nefnt margt annað og í því sam- bandi benti hún á afrekssjóðinn sem gegndi mikilvægu hlutverki. „Á síðustu fjárlögum var ákveðið að efla sérsamböndin innan ÍSÍ sem fýrst og fremst kemur ungmennum þessa lands til góða, til að veita þeim tækifæri til að stunda íþróttir sinar og áhugamál innan íþróttahreyfingarinnar með sómasamlegum hætti. Það er 10 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.