Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 43
Fréttir úr hreyfingunni... Már Hermannsson endurkjörinn formaður USVH: • • Oflugt starf og mikill kraftur 65. héraðsþing USVH, Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, var haldið 30. mars sl. í félagsheimilinu Víðihlíð og hófst kl. 17:00. Innan vébanda USVH eru 6 aðildarfélög; Umf. Dagsbrún, Umf. Grettir, Umf. Kormákur, Umf. Víðir, Sundfélagið Húnar og Hestamanna- félagið Þytur. Félagsmenn eru rúmlega 1000 talsins. Dagskrá þingsins var hefðbundin og voru þingfull- trúar um 30. Már Hermannsson, formaður USVH, og Gun- nar Sveinsson framkvæmdastjóri fóru yfir skýrslu stjórnar síðasta starfsárs og áform á nýju starfsári. Öflugt starf er unnið innan sambandsins og í félögum þess er mikill kraftur í forystu- fólki USVH. Nokkrar tillögur voru lagðar fyrir þingið og voru þær ræddar í starfsnefndum. Um þær urðu síðan töluverðar umræður þar sem fjölmargir þingfulltrúar tóku til máls. Már Hermannsson var end- urkjörinn formaður USVH. Aðrir í stjórn eru Pétur Þ. Baldursson, Elín Jóna Rósinberg, Hafdís Þorsteinsdóttir og Erna Friðriksdóttir. í varastjórn eru Aðalheiður Böðvarsdóttir, Sigrún Þórðardóttir og Anna María Elíasdóttir. Gestir fundarins voru þrír, Haraldur Þór Jóhannsson og Ómar Bragi Stefánsson frá UMFÍ og Viðar Sigur- jónsson frá ÍSÍ. Veitingará þinginu voru í umsjá Umf. Víðis. Hermanni þökkuð Aðalfundur Fjölnis vel unnin störf í Dalhúsum Þing Héraðssambands Vestfirðing var haldið laugardaginn 8. apríl. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru veitt silfurmerki HSV. Þau hlutu Kristján Pálsson, Þorsteinn Þráinsson, Kristján Jóakimsson og kona hans Sigrún Sigvaldadóttir, Harpa Björnsdóttir, Hermann Níelsson og Gunnar Þórðarson. Gunnar Þórðarson lét af störfum sem framkvæmdastjóri HSV 1. maí og voru honum einnig þökkuð vel unnin störf. Silfurmerki HSV eru veitt þeim sem unnið hafa vel og ötullega að íþróttamál- um. Þá varfyrirhuguð sameining fjögurra íþróttafélaga á ísafirði kynnt á þinginu en hún mun alfarið verða í höndum félaganna sjálfra, að því undanskildu að þau fá afnot af starfsmönnum HSV ef þau óska þess. Aðalfundur Fjölnis var haldinn 27. apríl í íþrót- tahúsinu í Dalhúsum í Grafarvogi. Stjórn Fjölnis er þannig skipuð: Guðlaugur Þór Þórðarson, for- maður, Jón Karl Ólafsson, varaformaður, Ragnar Þór Guðgeirsson, gjaldkeri, Sævar Hilmarsson, meðstjórnandi, Kári Arnórsson, meðstjórnandi, Bergur Steingrímsson, meðstjórnandi, og Ingi- björg Óðinsdóttir, meðstjórnandi. Á aðalfundinum var (ris Anna Skúladóttir frjálsíþrótta- kona valin afreksmaður Fjölnis árið 2005. Þrátt fyrir ungan aldur hefur íris Anna skipað sér á bekk á meðal bestu frjálsíþróttaman- na landsins. Það verður spennandi að fylgjast með þessari stúlku þvi að þarna er mikið efni á ferð. Guðlaugur Þór Þórðarson sæmdi Guðmund Árnason gull- merki Fjölnis. Guðmundur ákvað nú að taka sér frí frá stjórnar- störfum í íþróttahreyfingunni. Hann hefur setið í hinum ýmsu stjórnum í 30 ár. Þá var Birgir Gunnlaugsson sæmdur gullmerki félagsins. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.