Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 25
Goðafoss í gljúfrasal glymur fram í Bárðardal, kveðr hann þar í klettaþröng kuldalegan voðasöng. ísgrátt berg er allt um kring, oft þar settu hrafnar þing. Margur þangað maður fer, mikið þegar um dýrðir er, heimsins öllum áttum frá, undur þetta til að sjá. Gefst þar oft á góðu völ, gumnar drekka Ijúffengt öl. Nokkrir hellar eru í berginu niðri við fljótið. Einn þessara hella ber nafnið Sölvahellir en sagan segir að í þeim helli hafi útlægur ræningi, er Sölvi hét, hafst við um tíma áður en hann fannst og var drepinn. Halldórsstaðaskógur: Er víðáttumestur skóga í Bárðardal og er á nokkuð flötu landi milli Mýrar og Halldórsstaða, vestan megin í dalnum. Þar hefur verið útbúið samkomu- svæði og göngustígar eru nokkrir. Skógurinn er opinn öll- um en þó er bannað að tjalda þar. Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti: Erfagurfoss í sérkennilegu umhverfi stuðlabergssúlna og skessukatla. Hann er nokkru fyrir sunnan Mýri, vestan megin í Bárðardal, við Sprengi- sandsleið. Um 500 m fyrir ofan Aldeyjarfoss er Ingvararfoss og þar enn ofar eru Hrafnabjargafossar. Mjóidalur: Eyðidalur inn af Bárðardal, sunnan við Mýri. Þar var áður einn bær samnefndur sem fór í eyði árið 1894. Var það síðasta heimili Stephan G. Stephanssonar skálds á íslandi. Skammt sunnan brúarinnar á Mjóadalsá er forn fjárrétt, Litlutungurétt. Líklegt þykir að elsti hluti hennar sé frá landnámsöld. Réttin var síðast notuð sem skilarétt árið 1947, en rúið í henni geldfé allt til 1960. Ullarfoss í Svartá: Lágur en fallegur foss sem sést vel frá veginum að Stórutungu, austan megin í dalnum. Laugar: Þéttbýliskjarni í Reykjadal þar sem búa um 100 manns. Þar er helsta þjónustusvæði sveitarfélagsins. Staðurinn er gamalt skóla- og menningarsetur. Byrjað var að reisa alþýðuskóla á Laugum árið 1924, er síðar varð héraðsskóli, og árið 1928 var þar einnig reistur húsmæðra- skóli. Framhaldsskóli var svo stofnaður árið 1988 með sam- einingu héraðsskólans og húsmæðraskólans. Á Laugum eru einnig leik-, grunn- og tónlistarskóli. Sigurjón Friðjóns- son skáld (1867-1950) bjó lengi á Litlu-Laugum. Þverá í Laxárdal: Þar hefur varðveist mjög merkilegur torf- bær sem og útihús af fornri gerð og eru þetta taldar einna heildstæðustu búsetuminjar á landinu öllu. í elsta hluta bæjarhúsanna er stofan þar sem fyrsta kaupfélag á íslandi, Kaupfélag Þingeyinga, var stofnað árið 1882. Stofan, sem byggð var 1849, var flutt og endurreist á safnsvæði Safna- hússins á Húsavík, á árunum 1994-1996, þar sem hún er til sýnis fyrir almenning. Kirkjan á Þverá er úr höggnum steini og var reist af Jóni Jóakimssyni, bónda á Þverá, árið 1878. Arngrímur Gíslason málaði altaristöfluna. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.