Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 20
Jóhann Guðni Reynisson, fyrrverandi sveitarstjóri í Þingeyjarsveit: Gerum samfélaginu gott með þessu mótshaldi Jóhann Guðni Reynisson, fyrrverandi sveit- arstjóri í Þingeyjarsveit, ákvað fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar í vor að gefa ekki kost á sér áfram í því starfi. Hann ákvað að söðla alveg um og er að læra húsasmíðar hjá Norðurpól á Laugum. „Ég var búinn að sitja á rassinum í 20 ár og nú ætla ég að standa upp. Ég er nú reyndar kennari að upplagi en ég hef tölu- vert verið í fjarkennslu fram að þessu," sagði Jóhann Guðni. „Það er frábært tækifæri fyrir smærri samfélög að fá þessa uppbyggingu og alla þessa stemningu sem fylgir undirbúningi sem þessum. Það hafa oft verið tugir manna saman í sjálfboða- vinnu, í túnþöku- og timburvinnu ýmiss konar, og þá hefur komið í Ijós hve samtakamáttur fólksins hér á svæðinu er sterkur. Undirbúningurinn fyrir mótið þjappar fólkinu saman og fyrir vikið verður öll vinnan skemmtilegri,"sagði Jóhann Guðni. Jóhann Guðni var þingforseti á HSÞ-þingi þegar Haraldur Bóasson flutti tillögu um sækja um Unglingalandsmótið 2006. „Ég hafði heyrt ávinning af þessu og vissi að þetta var í gerjun. Ég studdi þessa tillögu allan tímann, styð enn, og er reyndar mjög ánægður með að þessi ákvörðun var tekin. Þetta mót verður svæðinu öllu á Norðurlandi eystra til framdráttar og ég fæ bara ekki betur séð en að völlurinn á Laugum verði sá besti í þessum landshluta næstu árin. Akureyringar eiga eflaust eftir að ráðast í framkvæmdir fyrir Landsmótið 2009 en þangað til verður besti frjálsíþróttavöllurinn á Norðurlandi eystra á Laugum. Uppbygg- ingin á Laugum á eftir að verða gríðarlegur stuðningur við íþrótta- lífið á Laugum og með tíð og tíma verður hægt að markaðssetja svæðið sem æfingasvæði fyrir hópa víða að. Það er verið að byggja stórt og myndarlegt vallarhús þar sem verður gistirými fyrir allt að 70-80 manns. Búningsaðstaða verður öll fyrsta flokks og mjög stutt er í sundlaugina og íþróttahúsið," sagði Jóhann Guðni. Hann sagðist hlakka mikið til Unglingalandsmótsins og væri jafnframt ekki í nokkrum vafa um að þetta yrði ein glæsilegasta umgjörð um landsmót sem fólk myndi muna eftir. Aðspurður hvort hann væri búinn að panta veður mótsdagana sagðist hann vera viss að sól yrði í heiði allan tímann. - Unglingalandsmót UMFÍ vega orðið þyngra en áður. Hvaða augum lítur þú á þau? „Við teljum okkur vera að taka þátt í öflugu og sterku forvar- nastarfi í landinu með því að taka þátt í þessu mótshaldi. HSÞ er framkvæmdaaðili en sveitarfélagið styður þetta og við íbúarnir stöndum þétt við bakið á verkefninu alla leið. Við teljum okkur vera að gera samfélaginu öllu gagn með því að halda þetta mót einmitt á þessum tíma. Við vonum þetta sé hluti af þeirri þróun að snúa frá útihátíðarsukki yfir í heilbrigða lifnaðarhætti um þessa helgi eins og aðrar," sagði Jóhann Guðni. 20 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.