Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Síða 18

Skinfaxi - 01.05.2006, Síða 18
Mikil hefð fyrir Unglingalandsmótunum Mikil hefð ríkir fyrir Landsmótum innan ungmennafélagshreyfing- arinnar en á tæpri 100 ára sögu UMFÍ hafa verið haldin 24 Lands- mót víðs vegar um landið. Árið 1992 fékk Jón Sævar Þórðarson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Eyjafjarðar, þá hugmynd að halda Unglingalandsmót UMFÍ og einblína á aldurshópinn 11-16 ára. Mótið yrði hugsað sem keppni og skemmtun til handa þess- um aldursflokki.Vel vartekið í þessa hugmynd og frá og með ár- inu 1992 hófstsaga Unglingalandsmóta UMFÍ. Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 10.-12. júlí árið 1993. Mótið, sem haldið var á vegum UMSE, tókst vel í alla staði og var alveg Ijóst að þetta mótshald var komið til vera. Fyrirmyndarfélag mótsins var HHF. 2. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Blönduósi dagana 14.-16. júlí 1995, á vegum USAH. Fyrirmyndarfélag mótsins var UNÞ. 3. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Grafarvogi 1998, á vegum Ungmennafélagsins Fjölnis. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSH. 4. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið árið 2000 í Vesturby- ggð/Tálknafirði, á vegum HHF. Mótið markaði skil í sögu mótanna því að það var haldið um verslunarmannahelgi í fyrsta skipti. Þetta var umdeild ákvörðun en sagan hefur kennt okkur að þetta var afar farsælt skref í sögu mótanna. Fyrirmyndarfélag mótsins var UMSS. 5. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Stykkishólmi um verslunarmannahelgina 2002, á vegum HSH. Fyrirmyndarfélag mótsins var USVS. 6. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á ísafirði um versl-un- armannahelgina 2003, á vegum HSV. Fyrirmyndarfélag móts- ins var HSÞ. Á þessu móti var tekin ákvörðun um að hækka aldursmörk mótsins upp í 18 ár í stað 16 áður. Á þingi UMFÍ eftir mótið var ákveðið, með miklum meirihluta atkvæða, að halda mótið árlega um verslunarmannahelgina. 7. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki 2004, á vegum UMSS. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK. Þetta var í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót var haldið á sama stað og Landmót UMFÍ. 8. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið íVík í Mýrdal 2005, á vegum USVS. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK. Mótið tókst í alla staði mjög vel og var framkvæmdaaðilum sem og heimamönn- um til sóma.Talið er að um sjö þúsund gestir hafi sótt mótið en blíðskaparveðurvaralla daga mótsins. 18 SKINFAXI - t/marit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.