Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2006, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.05.2006, Qupperneq 31
Keppnisgreinar Frjálsar íþróttir: Keppt er á nýjum, stórglæsilegum íþróttavelli á Laugum. Gerviefni er á hlaupabrautum, stökk- og kastsvæðum og er aðstaða öll hin glæsilegasta. Keppt verður í eftirfarandi grein- um og aldursflokkum: Hnátur og hnokkar (11 ára) 60 m hlaup, víðavangshlaup, boðhlaup óskráðra, 5 x 80 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast og fjölþraut. Stelpur og strákar (12 ára) 60 m hlaup, víðavangshlaup, boðhlaup óskráðra, 5 x 80 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast og fjölþraut. Telpur og piltar (13 ára) 100 m hlaup, 800 m hlaup, víðavangshlaup, 5 x 80 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, fjölþraut. Telpur og piltar (14 ára) 100 m hlaup, 800 m hlaup, víðavangshlaup, 4 x 100 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast og fjölþraut. Meyjar og sveinar (15-16 ára) 100 m hlaup, 800 m hlaup, víðavangshlaup, 4x 100 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, fjölþraut. Stúlkur og drengir (17-18 ára) 100 m hlaup, 800 m hlaup, víðavangshlaup, 4 x 100 m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast og fjölþraut. Glíma: Mikil áhersla verður lögð á glímukeppni á Unglingalandsmót- inu að þessu sinni og verður sérstök kynning á þessari þjóðar- íþrótt okkar. Um er að ræða bæði einstaklings- og liðakeppni hjá báðum kynjum og verðuraldurskiptingin þessi: 11-12 ára, 13-14ára, 15—16 ára, 17—18 ára. Hestaíþróttir: Hestaíþróttir njóta ört vaxandi vinsælda á unglingalandsmó- tum en keppnin fer fram á Einarsstöðum, skammt frá Laugum. Keppt verður í tölti og fjórgangi í þremur flokkum: Barnaflokk- ur 11-13 ára. Unglingaflokkur 14-16 ára. Ungmennaflokkur 17-18 ára. Knattspyrna: Öll knattspyrnukeppnin ferfram á völlum á Laugum sem eru norðan við tjaldsvæðið. Keppt er eftir miniboltareglum KSI og er aldurskiptingin hjá báðum kynjum sem hér segir: 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-18 ára. Körfubolti: Keppnin fer fram í íþróttahúsinu á Laugum. Keppt er eftir re- glum KKÍ og eraldursskiptingin eftirfarandi, bæði hjá stelpum og strákum: 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-18 ára. Skák: Skákkeppnin ferfram í framhaldsskólanum á laugardeginum og verða tefldar 7 umferðir. Flokkaskipting er þessi: 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-18 ára. Sund: Nýja sundlaugin á Laugum er vettvangur sundkeppninnar. Keppt verður í 50 m bringusundi, 50 m skriðsundi, 50 m flugsundi, 50 m baksundi, 100 m bringusundi, 200 m skrið- sundi, 200 m fjórsundi, 4 x 33 m skriðsund-boðsund og 4 x 33 m fjórsund-boðsund. Keppt er í þremur aldursflokkum: 11-12 ára sveinar/meyjar, 13-14 ára drengir/telpur, 15-18 ára piltar/stúlkur. Þátttaka og keppnisgjald Allir krakkar á aldrinum 11-18 ára geta tekið þátt í mótinu. Keppnisgjald er 4.500 kr. á hvern einstakling, óháð því hvað hann keppir í mörgum greinum. Allir greiða sama gjald og það á einnig við um þá er taka þátt í hæfileikakeppninni. Skráning fer fram á heimasíðu okkar www.ulm.is og þar má einnig finna nánari upplýsingar um mótið. Skráning hefst í júlí og verða allir þátttakendur að skrá sig undir sínu félagi/sam- bandi. Fulltrúi félags/sambands mun ná í öll gögn fyrir sitt fólk, greiða keppnisgjöld og koma þeim til réttra aðila. Ef þú vilt vera með og keppa í knattspyrnu eða körfubolta en ert ekki í neinu sérstöku keppnisliði getur þú skráð þig engu að síður. Við búum til lið handa þér með fleiri einstaklingum sem eru í sömu sporum og þú. Þér verður svo tilkynnt í hvaða liði þú ert við komuna til Lauga. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 31

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.