Skinfaxi - 01.05.2006, Side 22
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit varð til við
sameiningu fjögurra hreppa: Hálshrepps,
Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps og
Reykdælahrepps. Sameiningarkosningar
fóru fram 3. nóvember 2001 og ný sveitar-
stjórn tók við 9. júní 2002 eftir sveitarstjórnar-
kosningar 25. maí. íbúar eru um 700 talsins.
í sveitarfélaginu er gróskumikið mannlíf enda atvinnuvegir
fjölþættir, s.s. landbúnaður, fræðsla, fiskvinnsla, skógrækt, ferða-
þjónusta, matvælaframleiðsla og margt fleira. Tveir grunn- og
leikskólar eru í sveitarfélaginu; Stórutjarnaskóli og Litlulauga-
skóli, Framhaldsskólinn á Laugum og tónlistarskóli í Reykjadal
starfa þar auk tónlistardeildar við Stórutjarnaskóla. Skólabúðir
eru starfræktar í Kiðagili í Bárðardal þar sem um árabil var rekinn
grunnskóli.
Leiklistarstarf og söngur eru í miklum blóma, t.d. á Breiðumýri
og í Söngfélaginu Sálubót og fþróttalíf er öflugt hjá ungmenna-
félögum á svæðinu; Bjarma, Einingunni, Eflingu og Gamni og
alvöru.
Sveitarfélagið byggir á gömlum merg en um það leika ferskir
vindar framfara og sóknar enda býr sveitarfélagið að mikilli auð-
legð í mannauði, náttúruauðlindum, t.d. á Þeistareykjum, í Skjálf-
andafljóti og hugsanlega víðar og sóknarfærum á sviði ferðamála.
í sveitarfélaginu eru dýrmætar náttúruperlur eins og Goðafoss
og Vaglaskógur og Skjálfandafljótið fossar gegnum sveitarfélagið
og endurómar sterkum rómi þann mikla kraft sem virkja má í
fólki, fossum, fjöllum og fögrum dölum Þingeyjarsveitar.
22 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands