Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 2
(SLENSKA/SIA.IS/ALC 36741 03/07 Heimanám tveggja systkina í þessum prestbústað í Ohio árið 1 886 varð kveikjan að stofnun og starfsemi Alcoa. Lærdómur hefur allar götur síðan verið leiðarljós pessa elsta og stærsta álfyrirtækis heims. 1 825 Evrópskir frumkvöðlar „finna upp“ álið Þótt frumefnið ál sé um 8% af jarðskorpunni uppgötvaðist pað ekki fyrr en árið 1807 þegar Englendingnum Sir Humphry Davy tókst að sýna fram á tilvist pess i efnasamböndum. Árið 1825 náði svo Daninn Hans Christian Örsted að búa til örlítið magn af hreinu áli með pví að leysa upp álklóríð. Þjóðverjinn Friedrich Wöhler hélt starfinu áfram og tókst að framleiða álkúlur á stærð við títuprjónshausa árið 1 845. Charles Martin Halt Konan á bak við Alcoa Julia Hall gegndi mörgum hlutverkum í lífi bróður síns. Hún var fjórum árum eldri og varð höfuð fjölskyldunnar pegar móðir þeirra lést. Systkinin fengu sömu menntun hjá Jewett og unnu mjög náið saman. Julia skráði gögnin sem tryggðu Charles M. Hall einkaleyfi fyrir rafgreiningaraðferðinni i Bandaríkjunum. Julia varð svo jafnframt ráðgjafi hans í viðskiptum. Hall finnur lausnina Charles M. Hall hafði frá barnæsku brennandi áhuga á málmum og breytti kofa í garð- inum heima hjá sér í tilrauna- stofu. Hann svaraði áskorun Jewett og helgaði sig álfram- leiðslu. Hall bjó sjálfur til súrál, rafgreiningarker, kolefnisskaut og rafgeyma í kofanum. 23. febrúar 1 886 fyllti hann kerið með súráli og flúorríkri efna- blöndu og leiddi rafstraum í gegnum skautin. Við þetta myndaðist mikill hiti og eftir lá klumpur með kúlum úr hreinu áli. 1886 Frank Jewett Álið berst til Bandaríkjanna Álframleiðsla reyndist afar erfið og dýr. Bandariski efnafræðingurinn Frankjewett sýndi gjarnan nemendum við Oberlin háskólann í Ohio álkúlu frá lærimeistara sínum Wöhler með þeim orðum að sá sem fyndi aðferð til að framleiða ál í stórum stíl ætti eftir að láta mikið gott af sér leiða og efnast vel fyrir vikið. Meðal nemenda hans voru systkinin Julia og Charles M. Hall. —.............. Fyrstu álkúlurnar Friedrich Wöhler

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.