Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 32
74. ársjtwuj US14 (uddcð í MMUUjarðl: Bjart fram undan í íþróttalífi á Hornafirði og nágrenni Ásmundur Gíslason og Magnús Jónasson voru skipaðir þingfor- setar. Ragnhildur Einarsdóttir, for- maður USÚ, flutti skýrslu stjórnar og Jóhanna Kristjánsdóttir skýrði reikninga sambandsins sem síðar voru samþykktir samhljóða. Nokkrir gestir ávörpuðu þingið, m.a. Björn B. Jónsson, formaður UMFt. Hann þakkaði USÚ fyrir gott starf og sagði frá helstu verkefn- um UMFl, m.a. Landsmóti í Kópa- vogi og Unglingalandsmóti á Höfn, byggingu nýrrar þjónustu- miðstöðvar hreyfingarinnar í Reykjavík, alþjóðlegri ráðstefnu íþróttafréttamanna og útgáfu frímerkis í tilefni 100 ára afmælis UMFÍ. Akstursíþróttaklúbþur Austur- Skaftafellssýslu sótti um aðild að USÚ og var umsóknin samþykkt samhljóða. Ragnhildur Einarsdóttir kynnti fyrirfundarmönnum stöðu mála vegna Unglingalandsmótsins sem USÚ heldur. Það er Ijóst að dagskrá mótsins verður fjölbreytt og afþreying öll hin glæsilegasta fyrir börn, unglinga og fullorðna. Friðrik Þór Ingvaldsson, for- maður framkvæmdanefndar upp- byggingar íþróttamannvirkja, kynnti þær framkvæmdir sem standa yfir og það er nokkuð víst að fram undan eru bjartir tímar fyrir íþróttafólk á Höfn og nágrenni. Björn B. Jónsson kynnti fyrir fundarmönnum Risalandsmótið í Kópavogi sem án efa verður glæsilegt. Guðrún Snorradóttir, verkefnastóri kynnti verkefnið Flott án fíknar og fór yfir hug- myndafræðina á bak við það. Jóhanna Kristjánsdóttir afhenti formönnum allra aðildarfélaganna bókargjöf. Tillaga kom fram um óbreytta stjórn og var hún samþykkt sam- hljóða. Stjórn USÚ skipa: Ragn- hildur Einarsdóttir, formaður, Jóhanna Kristjánsdóttir, gjaldkeri, og Kjartan Hreinsson, ritari. Bygging nýrra höfuðstöðva UMFf: Stefnt að fyrstu skóflustungu í júní Undirbúningsvinna að byggingu nýrra höfuðstöðva UMFÍ íTryggvagötu 11 er í hefðbundnu ferli að sögn Björn B. Jónssonar, formanns. Arkitektar og hönnuðir hafa verið að vinna að útreikningum við kostnað. „Þegar ákveðið var að taka tvo aðila til að sjá um alla hönnun og teikningu fóru hlutirnar raun- verulega að gerast. Nú er verið vinna í málunum og við erum að gera okkur vonir um að taka fyrstu skóflustunguna Ijúní að öllu óbreyttu. Þaö eru óhemju spennandi tímar fram undan og mikið að gerast íhreyfingunni almennt,"sagði Björn B. Jónsson. Ragnhildur Einarsdóttir, formaður USÚ, í ræðustóli. 74. ársþing USÚ var haldið 10. mars sl. Mánagarði. Ragnhildur Einarsdóttir, formaður USÚ, setti þingið, bauð gesti velkomna og óskaði afmælisbarninu, Ungmennafélaginu Mána, til hamingju með 100 ára afmælið. Björn B. Jónsson, formaður UMFl, og Helga Guðjónsdóttir, varaformaður. Gestir þingsins voru Björn B. Jónsson, formaður UMFl, Helga Guðjónsdótt- ir, varaformaður UMFl, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFl, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFl og framkvæmdastjóri Ungl- ingalandsmótsins, Guðrún Snorradóttir, starfsmaður UMFl, og verkefna- stjóri, Flott án fíknar, Sigríður Jónsdóttir frá (SÍ og Erlendur Kristjánsson frá menntamálaráðuneytinu. 32 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.