Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 29
ím Ahma SlaUaAÆiv, etii jrermvtd (iMuAjMÁxnui LaMÁUm: Komast á stórmót oq gera góða hluti Þótt ung sé að árum er íris Anna Skúladóttir komin hóp fremstu hlaupa- drottninga landsins. Þó nokkuð er síðan að hún var farin að láta að sér kveða og sáu margir að þessi knáa stúlka ætti ætti eftir að verða áberandi þegar fram liðu stundir. Þetta er að koma á daginn og með tíð og tíma á hún eflaust eftir að ná enn lengra á hlaupabrautinni. „Efég slepp við meiðsli og næ að stunda mínar æfingar er ég bara bjart- sýn á framtiðina. Það er nóg að gerast, fullt afmótum isumar, bæði hér heima og erlendis. Þar má nefna smáþjóðaleika, Evrópubikarinn og Norður- landamót 19 ára og yngri svo að eitthvað sé nefnt," segir Fjölnisstúlkan (ris Anna í spjalli við Skinfaxa. (ris Anna, sem er 17 ára gömul, hóf að æfa frjálsar íþróttir hjá Fjölni 1999, þá eingöngu á vetrum, en tveimur árum síðar fór hún að æfa á sumrin fyriralvöru. „Vinkonur mínar drógu mig á æfingar í upphafi en þetta var bara svo gaman og skemmtilegt að ekki varð aftur snúið. Svo var ég líka með frábæran þjálfarasem varJónína Úmarsdóttir,"sagði (ris Anna, aðspurð hver hafi verið ástæðan fyrir því að hún fór að æfa frjálsar íþróttir. - Hverjar eru helstu breytingarnar að þínu mati í frjálsum íþrótt- um á síðustu árum? „Tvímælalaust tilkoma nýju frjálsíþróttahallarinnar í Laugardal. Hún var hrein bylting fyrir frjálsiþróttamenn og ágæti hennar á eftir aðkomaenn betur í Ijós þegar fram líða stundir." Ætli að (ris Anna eigi sér einhver markmið í íþróttinni? „Já, égámér markmið. Þau eru að ég ætla að komast á stórmót í frjálsum íþróttum og gera góða hiuti," sagði (ris Anna Skúladóttir. Þessi geðþekka stúlka lét sig ekki muna um að svara spurningum um sig sjálfa, lífið og tilveruna almennt. Iris Anna Skúladóttir hlaupari úr Fjölni i Grafarvoginum. Fullt nafn: íris Anna Skúladóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík. Maki: Enginn. Aldur: 17ára. Starf: Skólinn bara (MH), jóla- og sumarvinna, er í starfi hjá lífeyris- sjóði í afleysingum. Bifreið: Engin eins og er. Uppáhaldsmatur: Fer eftir því í hvernig skapi ég er. Mexíkóskur matur (fajitas) slær alltaf í gegn hjá mér og svo finnst mér jólamatur æðislegur. Uppáhaldsdrykkur: Kristall + Besti prentmiðillinn: Segi bara Morgunblaðið og DV (gaman að lesa DV þótt það sé ekki alltaf fylli- lega að marka allt sem í því stend- ur). Besti Ijósvakamiðillinn: Stöð tvö og Skjár einn. Uppáhaldssjónvarpsþættir: Desperate Housewives, The King of Queens, Grey's Anatomy og Idolið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Oprah, held ég bara. Besta íslenska bíómynd sem þú hefur séð: Hellisbúinn. Besta erlenda bíómynd sem þú hefur séð: Man ekki eftir neinni sérstakri í augnablikinu. Flight plan var góð. Besti leikari ísienskur: llmur Kristjánsdóttir er alveg frá- bær. Franz Gíslason fylgir svo fast á eftir (sá sem reddaði skaupinu). Besti leikari erlendur: Margir, margir. Jim Carrey er alveg ótrú- lega góður í því sem hann gerir þó að ég sé ekki mikill aðdáandi myndanna hans. Svo er Eddie Murphy mjög skemmtilegur. Uppáhaldstegund tónlistar: Gamalt og gott eins og Bítlarnir, Beach Boys og Elvis. Aerosmith er geggjuð og Coldplay og Kean eru að höfða vel til mín. Uppáhaldssöngvari: Ragnheiður Gröndal, Bríet Sunna, Norah Jones, James Morrison, Chris Martin (Coldplay), Whitney og fleiri. Ég á mér frekar uppáhaldslög en uppáhaldssöngvara. Eftirminnilegasta augnablikið: Án efa að keppa í Marokkó og að komast í úrslit (á HM 19 ára og yngri). Fyrirmynd: Ninna (Jónína Ómars- dóttir). Hún var þjálfarinn minn og umsjónarkennari i grunnskóla. Algjör stuðbolti og alltaf brosandi. Fleygustu orð:Tomorrow isfor the ones who prepare today. Áhugamál: Frjálsar íþróttir, ferðast og vera með fjölskyldu og vinum. Ég er mikil spilamanneskja og er alltaf til í að grípa í spil auk þess sem mér finnst gaman að leika mér með gítarinn minn (þótt ég sé léleg). Hvers gætirðu síst verið án: Fjölskyldunnar og vinanna. Hvað tækirðu með þér á eyði- eyju: Farsíma, hlaupaskó og mat. Þá gæti ég hringt í hjálp, tekið góða æfingu og borðað á meðan ég biði eftir að hjálpin bærist. Hvað er ómissandi: Það er svo margt. Annars kann maður ekki að meta það sem maður á fyrr en maður hefur misst það. Eins og ég segi þá eru fjölskylda og vinir ómissandi. Fallegasti staðurá fslandi: Ásbyrgi, af þeim stöðum sem ég hef heimsótt. Á margar góðar minningar þaðan. Húsavík er svo í öðru sæti. Minnistæðasta atvikfrá Lands- móti: Ég hef nú bara tekið þátt á einu Landsmóti og það var 2004 á Sauðárkróki. Þá man ég alltaf eftir 800 metra hlaupinu sem var hlaupið um kvöldið. Full stúka af fólki. Ekkert smá mikið stress og síðan geggjuð upplifun þetta hlaup. Hljóp á mínum besta tíma og bætti hann ekki fyrr en tveimur árum seinna. Ég hef líka farið á þrjú Unglingalandsmót, á ísafirði, íVík og á Laugum og voru þau öll mjög minnisstæð og skemmtileg. Ef þú ynnir milljón í happdrætti: Spara slatta og eyða hinu í ein- hverja vitleysu. Hvað gleður þig mest: Þegar plönin mín standast áætlun. Gerist því miður ekki nógu oft. Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur fremstur í dag: EiðurSmári og Guðjón Valur. Annars er fullt af frjálsíþróttafólki að gera góða hluti eins og Ásdís Hjálmsdóttir sem stefnir á næstu Ólympíuleika. Besti íþróttamaður í heimi: Það eru margir frábærir. Roman Sebrle og Mikaél Johnsson. Fallegasti karlmaður sem þú hefur séð fyrir utan maka: Gardnerinn í Desperate House- wifes (John). Mottó í framtíðinni: Bara sama gamla. Njóta lífsins meðan maður getur og hafa gaman af hverjum degi með bjartsýni og jákvæðni að vopni. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags fslands 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.