Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 11
Metnaðarfullt leiðtoganám Akademíunnar og UMFÍ Leiðtoganámskeið Íþróttaakademíunnar og UMFÍ var haldið dagana 22.-25. febrúar, í húsakynnum (þróttaakademíunnar í Reykjanesbæ. Námskeiðið var metnaðarfullt og haldið sérstaklega fyrir forsvars- menn íþróttafélaga, sveitarfélaga og félagasamtaka. Markmiðið með náminu er að gera félagsmenn betur í stakk búna til að taka á hinum ýmsu verkefnum sem þeir þurfa að fást við í starfi sínu. Þátttakendur í leiðtoganámi Iþróttaakademiunnar og UMFÍí Reykjanesbæ. Félög eru í auknum mæli að gera sér grein fyrir því að þau starfa á samkeþþnismarkaði. Sveitar- félög keppa um að fá til sín sem flesta íþúa og íþróttafélög og félagasamtök keppa sín á milli um félagsmenn, styrki, fjármagn og fleira. Velta félaga hefur aukist á síðustu árum sem og fram- boð styrkja og fjármagns. I Ijósi þessa gera félög aukna kröfu um fagleg vinnubrögð og menntun starfsmanna til að standa öðrum framar í samkeppni. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru fjölmargir en Gísli Blöndal, ráðgjafi, reið á vaðið. Átján þátttakendur sátu námskeiðið að þessu sinni. Þorsteinn Gunnarsson, íþróttafréttamaður, hélt fyrirlestur um fjölmiðla og annað þeim tengt á fyrsta degi námskeiðsins. Aðrir leiðbeinendur á námskeiðinu voru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor við Hl, Eðvald Möller, aðjúnkt við H(, Hjálmar Árnason, alþingismaður, Björk Guðjóns- dóttir, forseti bæjarstjórnar i Reykjanesbæ, Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, og Valdimar Gunnarsson, landsfulltrúi UMFÍ. Þátttakendur voru mjög áhugasamir þegar Skinfaxi leit inn í upphafi námskeiðsins og lögðu fjölmargar áhugaverðar spurningar fyrir leið- beinendur. Frá fyrirlestri í leiðtoganámi Iþróttaakademíunnarog UMFlíReykjanesbæ. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.