Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 4
QkU PáM PáUum, jvrmjCðtw HSK: jC~K\ "Þa® var ve' mætt a Þ'ngið sem var málefnalegt Æ-j L/W og gott þing í alla staði. Við ákváðum að fækka þingfulltrúum aðeins frá fyrri þingum og okkur IaJt/ \^WI virtist það þara koma vel út og mæting var sér- 1lega 9°^- Þa® 9^aclc)i okkar hjarta innilega þegar tilkynnt var að Landsmótið 2012 yrði haldið á 'TTV' Selfossi. Það verður lyftistöng fyrir allt íþróttalíf aðfá að halda Landsmót. Við fáum þartækifæri til að byggja upp íþróttamannvirki sem nýtast munu íþróttafólki hér af svæðinu í framtíðinni," sagði Gísli Páll Pálsson, sem var endurkjörinn formaður HSK til eins árs. Hann hefur setið sem formaður Skarphéðins í fjögur ár. Gísli Páll sagði mjög skemmtilega tíma fram undan og það væri skemmtilegt og gefandi að starfa í þessari hreyfingu. „í sumar verður Landsmót í Kópavogi og Unglingalandsmót á Hornafirði og þangað mæta HSK-menn með góða hópa. Svo verður gaman þegar kemur að Unglingalandsmótinu í Þorláks- höfn sumarið 2008 svo að það er í nógu að snúast. Við munum hefja undirbúning að okkar Landsmóti haustið 2008, en það ríkir almenn ánægja með að hafa hreppt mótið 2012 og allir eru fullir tilhlökkunar," sagði Gísli Páll. Landsmót verður á Selfossi 2012 kemur fram í fréttabréfi HSK. Mikill áhugi er innan sveitar- félagsins að fá til sín Landsmót. Á fundi bæjarráðs fyrr á þessu ári var samþykkt að óska eftir viðræðum við HSK um að sækja um að halda Landsmót 2012. Á fundi bæjarráðs á dögunum var síðan samþykkt að tryggja nauðsynlega uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir árið 2012. Bæjarráð gekk út frá því að fjármagn komi frá ríkinu til uppbyggingarinnar, eins og verið hefur á undanförnum Landsmótum. Það sem vantar í dag til að hægt sé að halda mótið á Selfossi er frjálsíþrótta- völlur af bestu gerð, lagður gerviefnum. Stjórn HSK telur íbúa í Árborg vel að því komna að fá Lands- mót. Ljóst er að öll aðstaða, sem þarftil mótshaldsins, verðurtil staðar á Selfossi, utan þess að keppt verður í skotfimi á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi. Rík áhersla verður lögð á jafn- rétti kynjanna og því er stefnt að þvi að keppa bæði í karla- og kvennaflokkum í öllum bolta- greinum og einstaklingsgrein- um. Þó mun áfram verða keppt i opnum flokki, óháð kyni, í bridds, hestaíþróttum, starfs- íþróttum, skák og skotfimi. Aðr- ar greinar verða frjálsíþróttir, glíma, sund, badminton, blak, borðtennis, fimleikar, golf, hand- bolti, íþróttir fatlaðra, júdó, knatt- spyrna og körfuknattleikur. 27.LAND5MOT UMFÍ Björn B. Jónsson, formaður, UMFl, tilkynnti á héraðsþingi HSK, sem haldið var 24. febrúar sl„ að HSK hefði orðið fyrir val- inu sem mótshaldari 27. Lands- móts UMFl árið 2012 og verð- ur mótið haldið á Selfossi. Þetta voru að sönnu ánægjuleg tíðindi fyrir Sunnlendinga og verður án efa mikil lyftistöng fyrir íþróttastarf í héraði og uppbyggingu íþróttamann- virkja á Selfossi. 25. Landsmót UMFl verður haldið í Kópavogi í sumar og það 26. í röðinni á Akureyri árið 2009. Næsta Unglingalandsmót UMF( verður haldið á Höfn í Hornafirði um næstu verslunar- mannahelgi og árið 2008 verður það haldið í Þorlákshöfn. Fram kom í ræðu formanns UMF( á þinginu að fljótlega verði auglýst eftir mótshaldara fyrir Unglingalandsmót 2009 og hugsanlega 2010. Á stjórnarfundi HSK í desem- ber var samþykkt að sækja um að halda 27. Landsmót UMFl á Selfossi árið 2012 í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg. Þetta A ÁKSMÍÐI AcpA/J f VI www.spm.is ARKITEKTAR B0LH0LTI8 WWW.ARKTHING.IS SUDURLANDSSK6GAR 4 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags (slands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.