Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 18
Piay tke Cftmte: Hans SejerAndersen forsvarsmaður Play The Game. Ráðstefnan PlaytheGame haldin á fslandi í lok október Ráðstefnan PLAYTHE GAME verður haldin á íslandi dagana 28. október til 1. nóvember nk. Þetta er ífimmta sinn sem hún er haldin en sú fyrsta fór fram 1997. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem hún er haldin utan Danmerkur. Búist er við um 300 íþróttafréttamönnum og háskólafólki sem sérhæfir sig í íþróttarannsóknum til íslands, alls staðar að úr heiminum. 40 fyrirlesarar Fyrsta PLAYTFtE GAME-ráðstefnan var haldin að tilstuðlan dönsku ungmennafélagssamtakanna, DGI, en ráðstefnan er nú sjálfstæð eining undir forsvari Danans Jens Sejer Andersen og er eina óháða ráðstefnan um íþróttir í heiminum. Á ráð- stefnunni verða hvorki fleiri né færri en 40 fyrir- lesarar sem fjalla um ýmislegt sem snýr að íþróttum en rauði þráðurinn í ráðstefnunum fram að þessu hefur verið að taka fyrir og kryfja ýmis áhugaverð mál í heimi íþróttanna, víðs vegar um heiminn, varpa Ijósi á pólitísku hliðina á íþróttum sem er oft á tíðum með ólíkindum, skoða lyfjamál, spillingarmál auk þess sem ýmsir þekktir einstaklingar úr heimi íþróttanna halda fyrirlestra. Þar má nefna hlaupakonuna Kelly White sem féll á lyfjaprófi á sínum tíma en hún hélt afar áhugaverðan fyrirlestur á ráðstefnunni fyrir tveimurárum. Haldin í tilefni 100 ára afmælis UIVIFÍ (tilefni 100 ára afmælis UMFf var ákveðið að ráð- stefnan færi fram á íslandi en UMF( leggur mikla vinnu og fjármagn í að gera hana sem glæsileg- asta. Formaður UMF(, Björn Jónsson, segir að þessi ráðstefna samrýmist vel markmiðum UMFÍ um að íþróttir séu heilbrigður vettvangur án spillingar og að þar ríki tjáningarfrelsi. Samtök íþróttafrétta- ritara aðilar að ráðstefnunni Þar sem langflestir gestanna á ráðstefnunni eru íþróttafréttamenn ákvað UMFÍ að bjóða Sam- tökum íþróttafréttamanna að gerast aðili að ráð- stefnunni að þessu sinni. Stjórn Sl þáði boðið enda sérlega áhugavert verkefni auk þess sem það er Sl algjörlega að kostnaðarlausu. Formað- ur Sl, Þorsteinn Gunnarsson, fékk það verkefni að taka sæti í dagskrárnefnd ráðstefnunnar þar sem ákveðið verður hvaða málefni verða til umfjöllunar. I dagskrárnefndinni eru íþrótta- fréttamenn og -fræðingar á sviði íþrótta frá Norðurlöndunum, Þýskalandi og Englandi. Nefndin fundaði í Kaupmannahöfn 2. febrúar síðastliðinn og er stefnt að því að þetta verði glæsilegasta ráðstefnan fram að þessu. Að sögn Jens Sejer Andersen, forsvarsmanns PLAYTFIE GAME, hefur hann fengið gríðarlega jákvæð við- brögð við því að ráðstefnan fari fram á fslandi. Vettvangur hennar verður Grand Hótel. Jens sagðist hafa fundið fyrir miklum áhuga manna fyrir Islandi, það hefði verið draumur margra að fara til Islands, og núna byðist það. Samtökum íþróttafréttamanna var boðið að koma að undirbúningi ráðstefnunnar og hafa fulltrúar frá þeim verið með í starfinu frá byrjun. Undirbúningur að ráðstefnunni gengur samkvæmt áætlun og hafa nokkrir vinnufundir verið haldnir með aðilum sem koma að ráð- stefnunni hér á landi. HENSON MPWÉML &Málninöarbiónustan •RKA BORGARNESI EHF ALHUÐA MÁLNINGARÞJÓNUSTA Tilboð - Tímavinna - Greiðslukjör 892 9109 >r VIRKNI Línuhönnun BYGGINGAVERKTAKI verkf ræðistof a 18 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.