Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 34
69. kéraðsþwiq HSH í Qnuuíiayjirðí: Gott og starfsamt þing hjá HSH í Grundarfirði £ Alda Pálsdóttir flutti kveðjur UMFÍí fjarveru formanns. 69. héraðsþing HSH var haldið 28. febrúar sl. í Grundarfirði. Garðar Svansson, formaður, setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Sérlegir gestir þingsins voru Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSl, Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri IS(, Alda Pálsdóttir, UMFÍ, Jón M. ívarsson, UMFÍ, Agnes Sif Andrésdóttirfrá landsmótsnefnd og Gísli Ólafsson, Grundarfjarðar- bæ. 29 þingfulltrúar af 59 mættu á þingið. Þingforsetar voru Gunnar Kristjánsson, UMFG, og Eiður Björnsson, UMFG, og þingritarar Harpa Jónsdóttir, ÍM, og Þorbjörg Guðmundsdóttir, UMFG. Þingið var gott og starfsamt. Menn göntuðust með það að héraðsmet hefði verið slegið í þingmennsku HSH. Páll Guðmundsson, Golfklúbbn- um Vestari, var sæmdur silfurmerki (Sf fyrir störf sín í þágu UMFG. Hann er einn af stofnendum skíðadeild- arinnar og frumkvöðull að því að Golfklúbburinn Vestarr var stofn- aður. Vinnuþjarksbikarinn var afhent- ur í annað sinn. Voru það kjarna- konurnar í frjálsíþróttaráði HSH sem hann hlutu en þær eru: Frið- gerður Jóhannsdóttir, Víkingi, Guðný Jakobsdóttir, Umf. Staðar- sveit, Helga Guðmundsdóttir, Snæ- felli, og Kristín Halla Haraldsdóttir, UMFG. Þær voru kosnar í ráðið á héraðsþinginu 2006 og hafa síðan virkjað eldmóð sinn til að rífa frjáls- íþróttastarfið upp. Þær hafa verið duglegar að hittast og verið mikið í tölvupóstsambandi varðandi alla skipulagningu og allt sem lagfæra þarf. Það var um miðjan febrúar sl. að skrifstofu HSH bárust drög að mótum í frjálsum yfir allt árið. Þetta kallar maður skipulag! Kristín Halla Haraldsdóttir lagði fram drög að utanhússhéraðs- metaskrá í frjálsum íþróttum sem hún hefur verið að uppfæra. Skráin verður sett inn á heimasíðu HSH hsh.is og athugasemdir þurfa að berast fyrir 1. apríl 2007. Eftir það telst skráin samþykkt. Agnes Sif Andrésdóttir frá landsmótsnefnd var með kynn- ingu á Landsmótinu í Kópavogi Jóni M. Ivarsson, sem ritarsögu UMFl, rifjaði upp góðar minningar úrkeppnisferðum á Snæfellsnesið og las tvo kafla úrafmælisritinu. sem haldið verður í sumar. Alda Pálsdóttir bar sambandinu kveðju UMFf í fjarveru formanns, kynnti afmælisrit UMFl, forvarnaverkefnið Flott án fíknar og Unglingalands- mót á Hornafirði. Jón M. Ivarsson rifjaði upp góð- ar minningar frá keppnisferðum á Snæfellsnesið og las tvo kafla úr væntanlegu afmælisriti UMF(. Minntist hann jafnframt á að þetta væri fyrsta þing sem hann kæmi á þar sem konur væru í meirihluta. Gísli Ólafsson flutti kveðjur Grund- arfjarðarbæjar. Grundarfjarðarbær bauð upp á veitingar. Stjórn HSH vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að undirbúningi þinghaldsins. Starfið líflegt og iðkendum fer fjölgandi Garðar Svansson, formaður HSH Garðar Svansson, formaður HSH, segir að starfið innan sambands- ins sé líflegt og ekki sé ástæða til annars en að horfa björtum augum fram á veginn. „Iðkendum ferfjölgandi ffrjáls- um íþróttum og blaki og nú þegar hafa sex lið héðan afsvæðinu tilkynnt þátttöku f öldungamótinu i blaki. Áhuginn fyrir því móti er alltafmikill og fer vaxandi efeitt- hvað er. Það er gaman að segja frá þvi að félög hérá svæðinu i knattspyrnu, frjálsum íþróttum og blaki hafa aukið samstarf sitt þegar kemur að þátttöku ímótum og erþað ánægjuleg þróun," sagði Garðar. Garðar Svansson, ásamt Friðgerði Jóhannsdóttur og Flelgu Guðmundsdóttur, sem fengu vinnuþjarksbikar HSH. á Unglingalandsmótið á Hornafírði,' HSH. Garðar var spurður um íþrótta- aðstöðuna og gat hann upplýst að á teikniborðinu væri tilbúin teikning að nýrri sundlaug og íþróttahúsi í Grundarfirði. Stefnt væri að því að þessar byggingar rísi fyrir árið 2009. „Það er ennfremur mikill áhugi fyrir þvi að sækja um Unglinga- landsmót 2009 eða 2010. Hvað komandi sumar áhrærir þá mun stór hópur frá okkur mæta á Landsmótið í Kópavogi og lika sagði Garðar Svansson, formaður 34 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.