Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 45
Forseti íslands m Flott án fíknar Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Hamra- skóla í Grafarvogi 27. febrúar sl. þar sem tilkynnt var um opnun heimasíðu Flott án fíknar www.flottanfiknar.is, Við sama tæki- færi var stofnaður klúbbur innan Flott án fíknar í skólanum og er það tólfti klúbburinn á landinu. Allir nemendur 8. bekkjar í Hamraskóla í Grafarvogi, um 40 talsins, gengu til liðs við Flott án fíknar, en það voru foreldrar í árganginum, í samvinnu við félagsmiðstöðina og skólann, sem undirbjuggu stofnun klúbbsins. Fyrsti viðburðurinn var síðan sama dag, en þá var krökkunum var þoðið í líkamsræktarstöðina Laugar, þar sem þeir fengu að prufa sérstakan tækjasal fyrir unga fólkið og fara síðan í sundlaugina. Gísli Pálsson sem lætur af formennsku hjá UFA: Félagið er að vaxa, dafna og þroskast Gísli segir mjög spennandi og áhugaverða tíma fram undan og ber þar að sjálfsögðu hæst Landsmótið á Akureyri 2009. Gísli Pálsson lætur af formennsku hjá Ungmennafélagi Akureyrar, UFA, eftir þriggja ára setu í því starfi. Hann var einn af stofnendum UFA. Eins og hann komst að orði fæddist hann inn í hreyfinguna en um árabil starfaði hann innan UMSE. „Samfara Landsmótinu á eflaust eftir að eiga sér stað mikil upp- bygging og þá ekki síst bygging nýs frjálsíþróttavallar sem við Norð- lendingar erum búnir að bíða eftir í mörg ár. Nýr völlur á eftir að Aðspurður um aðalfund UFA á dögunum sagði Gísli hann hafa gengið afar vel og mörg góð og þörf mál hefði borið á góma. breyta öllu hér um slóðir. Við notumst við Bogann í dag og nú stendur til að hita hann upp að einhverju leyti en fram þessu hefur verið kalt þar inni. Það er því mun betra að æfa þar þegar hitinn er kominn. „Starfið gengur vel enda höfum við á okkar vegum afar hæfan þjálfara sem hefur ekki lítið að segja á þessum vettvangi. Við getum sagt að það eigi sér stað góð þróun innan félagsins sem við ætlum að nýta til góðra verka í framtíðinni. Félagið er að vaxa, dafna og þroskast/'segirGísli Pálsson. Þegar öllu á botninn hvolft verður ekki annað séð en að bjartir tímar séu fram undan hjá UFA og ekki ástæða til annars en bjartsýni,"sagði Gísli Pálsson. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 45

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.