Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 24
MÍ 15-22 ára C’jrjáUwM, íjráCtuMi: Bætingar og framfarir hjá unga fólkinu Lið ÍR sigraði í heildarstigakeppni Meistaramóts íslands 15-22 ára sem fram fór í Laugardalshöllinni dagana 27. - 28. janúar síðastliðinn. Lið ÍR hlaut samtals 295 stig, lið FH varð í öðru sæti með 214 stig og Breiðablik varð í þriðja sæti með 142,5 stig. (R-ingar sigruðu í þremur aldurs- flokkum af sex (í stúlknaflokki 17-18 ára, drengjaflokki 17-18 ára og ungkvenna 19-22 ára). FH sigraði í tveimuraldursflokkum (í sveinaflokki 15-16 ára og meyja- flokki 15-16 ára) og Breiðablikí flokki ungkarla 19-22 ára. Af árangri í einstökum greinum má ráða að uppsveiflan er töluverð í frjálsum íþróttum unglinga. Aðstæður eru fyrsta flokks í nýju frjálsíþróttahöllinni og árangurinn lætur ekki á sér standa, aðeins rúmu ári eftir að húsið var tekið í notkun. Efniviðurinn er mikill og verður spennandi að fylgjast með þessu unga og upprennandi fólki á næstu árum. Sveit Fjölnis bætti Islandsmet karla í síðustu keppnisgrein móts- ins, 4x400 metra boðhlaupi, en Fjölnissveitin kom í mark á 3:28,40 mínútum og bætti met HSÞ frá sl. ári um 1,48 sekúndur. (Gamla metið var 2:29,88 mínútur.) Þetta er einnig met í flokkum 19-20 ára og 21-22 ára unglinga. Sveit Fjölnis skipuðu þeir Leifur Þor- bergsson, Bjarni Malmquist, Ingvar Haukur Guðmundsson og Sveinn Elías Elíasson. Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, bætti eigið (slandsmet í 200 metra hlaupi, kom í mark á 21,96 sek. og bætti metið sem hann setti fyrir rúmlega ári um 19/100 úr sekúndu, en gamla metið var 22,15 sek. Þetta er sannarlega frábær árangur hjá Sveini en hann verður 18 ára síðar á þessu ári og er því ennþá í drengjaflokki. Þetta er því met í fjórum aldursflokkum, þ.e. 17-18 ára, 19-20 ára, 21 -22 ára og í karlaflokki. Einar Daði Lárusson, (R, bætti drengjametið í 60 metra grinda- hlaupi um 2/100 úrsekúndu þegar hann hljóp á 8,35 sek. (gamla met- ið átti Ingi Sturla Þórisson, FH, 8,37 sek., sett árið 2000). Heiga Margrét Þorsteinsdóttir, USVH, bætti eigið met í 200 metra hlaupi meyja um 27/100 úr sek. (var 25,51 sek.frá 18.11.2006), hljóp á 25,24 sek. og var aðeins 1/100 úr sek. frá metinu í stúlkna- flokki. Þá hljóp Helga Margrét 60 metra hlaup á 7.73 sekúndum sem er aðeins 2/100 frá meyjameti Sigurbjargar Ólafsdóttur. Þá stökk hún 5,66 metra í langstökki og varpaði 3 kg kúlu 14,32 metra. Ásdís Hjálmsdóttir, Fjölni/ Ármanni varpaði kúlu13,67 metra í flokki 19-22 ára ungkvenna, en það er aðeins þremur sentímetrum frá meti hennar í flokki 21-22 ára. Bergur Ingi Pétursson, FH, bætti sinn besta árangur í sama aldurs- flokki karla um rúmlega hálfan metra, varpaði 16,12 metra. Arnór Jónsson, Breiðabliki, sigr- aði í tveimur greinum 27. janúar í flokki 19-22 ára. Hann náði ársbesta árangri í karlaflokki í 60 metra hlaupi, en hann kom í mark á 7,05 sek. og 22,55 sek. í 200 metra hlaupi. Linda Björk Lárusdóttir, Breiða- bliki, sigraði í tveimur greinum í flokki 19-22 ára, hljóp 60 metra á 8,01 sek. og 200 metra á 26,50 sek. Einar Daði Lárusson, [R, sigraði einnig í tveimur greinum í flokki drengja 17-18 ára en hann stökk 1,90 metra í hástökki og 6,79 metra í langstökki. Svavar Ingvarsson, HSÞ, sigraði einnig í tveimur greinum í sveina- flokki en hann stökk 1,85 metra í hástökki og varpaði 4 kg kúlu 14,97 metra. Þá verða skráð ný met í 4x200m boðhlaupi í flokkum meyja (Sveit FH, 1:50,68 mín.), stúlkna (Sveit fR, 1:50,28 mín.) og drengja (Sveit ÍR, 1:35,82 mín.) en keppt var í fyrsta skipti í þessari grein í ofangreindum aldursflokkum. Samtals 222 keppendur tóku þátt í mótinu, frá 20 félögum og héraðs- samböndum.Tókst framkvæmd mótsins vel en það var frjálsíþrótta- deild Breiðabliks sem sá um fram- kvæmdina að þessu sinni. 24 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.