Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 21
AAihUÁ áJkuM, ci baximMvtoK Uwmm UVN: þátttakendur kepptu á íslandsmóti í fyrsta sinn Innan Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, UDN, hefur mikil vakn- ing átt sér stað í badminton síðastliðið ár. Jörgen Nilsson, sem er starfsmaður í ung- menna- og tómstundabúðunum á Laug- um, hefur átt veg og vanda af þessum uppgangi íþróttarinnar í sýslunni. Jörgen hefur þjálfað badminton á Laug- um og hafa um 25 manns æft að jafnaði 1-2 sinnum í viku. Ákveðið var fyrir nokkru að senda hóp á íslandsmótið fyrir keppendur fædda 1997 og eldri, helgina 3.-4. mars, og kepptu alls ellefu félagar í UDN á mótinu. Segja má að brotið hafi verið blað í sögu Ungmennasam- bandsins því að þetta var í fyrsta sinn sem einstaklingar keppa undir merkjum UDN á (slandsmóti. Mikil eftirvænting var vegna þessa og stemning í hópnum. Skemmst erfrá því að segja keppendurnirstóðu sig vel og var komið heim í Dalina með eitt silfur. „Églétboðút ganga hérá svæðinu fyrir rúmlega ári síðan hvort ekki væri áhugi fyrirþví að fara afstað með æfingar í badminton. Áhuginn lét ekki á sér standa og byrjun komu 40 krakkar til æfinga. Þeim fækkaði eitthvað i vetur en engu að síður er áhuginn mikill. Krökkunum fannst ofsalega gaman að fara ámótog núna eigum við von á Borgnesingum i heimsókn sem ætla að æfa á Laugum og keppa við krakkana íDalasýslunni,"sagði Jörgen Nilsson, badmintonþjálfari hjá UDN, í spjalli við Skinfaxa. Jörgen sagðist hafa verið meira í skvassi þegar hann átti heima í Danmörku. Þegar hann kom á Akranes á sinum tima hafi hann hins vegar farið að æfa badminton af fullum krafti og keppt á mótum fyrir (A. „Ég er bjartsýnn á framhaldið hjá krökkunum. Þau eru ákveðin að halda áfram að æfa og það verður gaman að fylgjast með þeim i framtiðinni," sagði Jörgen. Vinnum saman 1907 - 2007 landgræðsla i 100 ár Græðum ísland Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags (slands 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.