Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 37
HverjerðíM^urUut Amta, QuðriMi í vtttvaMxjMUWii kjá UMPÍ Anna Guðrún Steindórsdóttir, 22 ára nemi á þriðja ári i íþrótta- fræðum við Kennaraháskóla íslands á Laugarvatni, var um þriggja vikna skeið í febrúar í vettvangsnámi hjá Ungmennafélagi (slands. Nemendur á þriðja ári hafa um það að velja að kynnast einhverju því sem tengist náminu og varð UMFÍ fyrir valinu hjá Önnu Guðrúnu. „Ég vareftir mjög stuttan tíma búin að kynnast mörgu fjölbreyttu og skemmtilegu innan ungmennafélagshreyfingar- innar. Ég var hér í vettvangsnámi í um þrjár vikur og er alveg vlss um að þessi tími varð mér lærdómsríkur" sagði Anna Guðrún. Þess má geta að Anna Guðrún útskrifaðist af íþróttabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands vorið 2004. Hún æfði fimleika frá barnsaldri fram til tvítugs og hefur þjálfað ungarfimleikastúlkur frá 15 ára aldri. Hún kemurfrá Hveragerði og æfði og þjálfaði lengst af hjá Umf. Selfossi en einnig þjálfaði hún hjá Hamri í Hveragerði, Umf. Laugdæla og Fjölni. Anna Guðrún er einnig dómari í hópfimleikum. Rakel Rut Valdimarsdóttir, formaður Umf. Þróttar íVogum: Höfða til sem flestra í vaxandi bæjarfélagi Aðalfundur Ungmenna- félagsins Þróttar var haldinn ÍTjarnarsal Stóru-Vogaskóla fimmtudaginn 15. febrúar sl. Var þar kosin ný stjórn foreldrafélags sunddeildar, gerðar lagabreyting- ar, samþykktir ársreikningar og kosin ný aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn skipa: Rakel Rut Valdimarsdóttir, formaður Guðbjórg Kristmundsdóttir Kristinn Sigurþórsson Ríkharður Sveinn Bragason Sigríður Símonardóttir Varamenn eru: Bergur Álfþórsson Ivan Kay Frandsen Fundarsókn var heldur minni en á aukaaðalfundi félagsins í september þar sem mættu 70 manns en stjórn vill þakka þeim sem sýndu starfsemi félagsins áhuga með nærveru sinni. Uppskeruhátíð sund- og knattspyrnudeilda var haldin sunnudaginn 11. febrúar s.l., í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla. Mjög góð mæting var á hátíðina og voru þar verðlaunaðir þeir sem skarað höfðu fram úr á árinu 2006 í þessum tveimur greinum. Einnig var heiðraður íþrótta- maður ársins sem kjörinn var af stjórn. Var það að þessu sinni íris Ósk Hafsteinsdóttir, sund- kona, sem hlaut titilinn en auk hennar var tilnefndur Ásgeir Sigurjónsson, knattspyrnumaður. „Við getum sagt að starfsemin hjá okkur sé með ágætum um þessar mundir. Það hefur átt sér stað ákveðin tiltekt hjá okkur og má í þeim efnum nefna að við höfum verið að skipta út lögum og koma með ný í staðinn. Við höfum verið að reyna að koma inn með nýjar greinar og buðum m.a. upp á hnefaleika. Við settum upp aðstöðu en fáir iðkendur eru akkúrat þessa stundina. Við höf- um ennfremur boðið upp á eró- bikk í þeim tilgangi að fá fleiri til að vera með. (dag eru iðkendur um 100 talsins, langflestir börn og unglingar en fullorðnir eru um 15," sagði Rakel Rut Valdimars- dóttir, formaður Ungmenna- félagsins Þróttar ÍVogum, í spjalli við Skinfaxa. Rakel Rut sagði að öll starfsemin væri að komast í góðar skorður. Markmiðin á næstunni væru þau að fá knattspyrnuvöllinn í gott ástand. Staðið hefur til í nokkurn tíma að stofa meistaraflokk í kringum knattspyrnuna en hún vegur þungt í starfseminni ásamt sundinu. „Við sækjum mikið í aðstöð- una í Reykjanesbæ og ég veit ekki hversu langt við munum ganga til að fá aðstöðuna bætta hér ÍVogunum. Við ætlum svo sannarlega að reyna og sjá hvað við komumst langt í þeim efnum. Bæjarfélagið fer ört stækkandi og markmið okkar er að höfða til sem flestra," sagði Rakel Rut Valdimarsdóttir. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags ísiands 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.