Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 3
FORMAÐUR UMFÍ: HELGA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR ER HANN TIL? Á tímum peningahyggju eins og við erum að upplifa í þjóðfélagi okkar í dag er enn meiri ástæða til þess að halda gildum hans á lofti. Öðru hverju í gegnum tíðina hef ég heyrt fólk tala um „gamla, góða ungmenna- félagsandann' eins og hann sé ekki til og hvað hafi orðið um hann? En gamli, góði ungmennafélagsandinn er til og mun alltaf verða til. Ég hef nefnilega þá trú að ungmennafélagsandinn sé sígild- ur og búi í okkur öllum, sé í raun með- fæddur. Þessi gamli, góði ungmenna- félagsandi er að vilja gera öðrum gott og vilja láta gott af sér leiða. Það er eitthvað sem við öll viljum og þess vegna er ung- mennafélagsandinn sígildur. Það er hins vegar spurning hvort okk- ur tekst öllum að virkja þennan anda í okkur sem skyldi. Þvi þarf hver og einn að svara fyrir sig. En hver er hann, þessi „gamli, góði ungmennafélagsandf eða „gamli og síungi“ eins og ég veit að hann er? Fyrir nokkrum árum vildi Ungmenna- félag fslands skilgreina ungmennafélags- andann, komast að því hvað hann fæli í sér. Einhverjar raddir efasemda voru uppi urn hvort þetta væri í raun framkvæm- anlegt. Það kom skemmtilega á óvart að sú varð ekki raunin heldur reyndist það bæði auðunnið og gefandi vinna. Skilgreiningin á ungmennafélagsand- anum gengur út frá því að við þurfum að skoða hann út frá einstaklingnum og grundvallarspurningunni „hvernig er ÉG sem manneskja? Hvaða þættir eru það í fari mínu sem ég vil leggja áherslu á í samskiptum mínum og samstarfi við annað fólk?“ Samkvæmt ungmenna- félagsandanum eru það þættir eins og heiðarleiki, traust, heilbrigði, hreysti, umburðarlyndi og virðing sem eru settir í öndvegi. Ungmennafélaginn er heiðar- leg manneskja og hlýðir samvisku sinni. Hann vill að sér sé treyst og um leið vill hann geta treyst öðrum. Ungmenna- félaginn vill gefa sér tíma til að hlusta á aðra, læra af öðrum og taka tillit til ann- arra. Hann vill að aðrir beri virðingu fyrir sér og á sama hátt verður hann að geta borið virðingu fyrir öðrum. Til að geta verið heilbrigður og hraustur Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, í ræðustóli á sambandsþingi UMFl 2007. einstaklingur verður ungmennafélaginn að leggja sitt af mörkum til að menga ekki umhverfið, hugsa um það sem hann borðar, hreyfa sig reglulega og misnota ekki vímuefni. Ungmennafélaginn tekur þátt í og leggur metnað sinn í að vinna þau verkefni sem hann hefur tekið að sér eins vel og honum er unnt. Þannig deilir hann hlutunum með öðrum, verður komandi kynslóðum fyrirmynd og hefur áhrif í því samfélagi sem hann býr í. Síðast en ekki síst þá ann ungmennafélaginn landi sínu og þjóð. Þegar við höfum farið í gegnum skil- greininguna á ungmennafélagsandanum hljótum við að vera sammála um að hann sé ekki eitthvert gamalt fyrirbæri sem ekki á lengur upp á pallborðið hjá fólki. Hins vegar verðum við að hlúa að hon- urn og hvetja hvert annað til að starfa í anda hans. Á tímum peningahyggju, eins og við erum að upplifa í þjóðfélagi okkar í dag, er enn meiri ástæða til þess að halda gildum hans á lofti. Og ég hlýt að spyrja hvort það sé ekki hlutverk okkar sem einstaklinga og sem hóps að halda honum lifandi? Svarið mitt liggur reyndar í augum uppi. Ég er ungmennafélagi og auðvitað eigum við að halda ungmennafélagsandanum á lofti, hann lengi lifi! íslandi allt. Samningar undirritaðir við ístakog Edduhótelin Undirritaðir hafa verið samningar við verktakafyrirtækið Istak um byggingu á fjölnotahúsi sem Ungmennafélag Islands mun reisa að Tryggvagötu 13 í Reykjavík. Við sama tækifæri voru undirritaðir samningar við Eddu- hótelin á Islandi varðandi rekstur á gistirými sem m.a. er ætlað fjölskyldu- fólki. Húsið verður fjölnotahús þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttri íþrótta-, lista- og menningarstarfsemi og gist- ingu fyrir fjölskyldufólk og félagsfólk í hreyfingunni. I nýja húsinu verður þjónustumiðstöð fyrir ungmenna- félagshreyfinguna á íslandi. Húsið verður um 7.000 fermetrar að stærð. Viðræður eru í gangi við banka og fjárfestingaraðila urn fjármögnun við bygginguna og eru þær í góðum farvegi. Við undirritun samninga í þjónustumiðstöð UMFf. Frá vinstri: Koibeinn Kolbeinsson frá fstaki, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Magnea Hjálmarsdóttir frá Edduhótelunum. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.