Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 28
FRAMHALDSSKÓLANEMENDUR í HELGARFERÐ FLOTT ÁN FÍKNAR Ungmennin skemmtu sér frábærlega Ungmennafélag íslands, sem stendur fyrir forvarnaverkefninu Flott án fíknar, stóð fyrir helgar- ferð að Laugum í Sælingsdal helg- ina 18.-20. janúarsl. Helsta mark- mið verkefnisins er að vinna að því að fólk virði áfengis- og tóbakslögin. Öllum framhaldsskólanemum, sem sniðganga tóbak og áfengi, stóð til boða að koma með. Þátttakendur voru tuttugu og komu þeir frá Fjöl- brautaskólanum á Akranesi, Fram- haldsskólanum að Laugum og Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ en þar hafa nemendur stofnað með sér bind- indisfélag. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og skemmtu ungmennin sér frábærlega. Guðrún Snorradóttir, verkefnisstjóri, og Jörgen Nielsen, leiðbeinandi á Laugum, skipulögðu helgina þar sem farið var í leiki, hóp- efli, umræður og verkefnavinnu. í lok ferðarinnar svöruðu þátttak- endur nokkrum spurningum um helg- ina. Líka var spurt um hvernig þau teldu að væri best að fá ungmenni til að sniðganga áfengi. Það kom fram í svörum þeirra að félagsstarfsemi eins og BFFG (Bindindisfélag Fjölbrauta- skólans í Garðabæ) og Flott án fíknar væri góður vettvangur og eins ef hægt væri að fá einingu í framhaldsskólun- um til að starfa í slíku félagi. Einnig var spurt: Hvað mundi það gera fyrir þig og samfélagið ef enginn yngri en 20 ára notaði áfengi. Hér eru dæmi um svör: „Ég held að það mundi verða allt miklu rólegra og fólk mundi geta skemmt sér á löglegan hátt, það mundi líka vera minna vesen.“ „Kannski yrði hægt að minnka það að ungt fólk sé að fara í meðferðir í hrönnum og meiri peningur sem hægt væri að setja í aðra hluti á sviði heil- brigðisþjónustu, annað en SÁÁ sem er auðvitað að gera góða hluti.“ „Það yrði mun léttara að hittast og það mundi vera minna um ólæti.“ „Það mundi gera mig glaðan. Það væri minna um eiturlyf, þjófnaði og nauðganir, mundi ég telja.“ Það er markmið UMFÍ að fá nem- endur í framhaldsskólum landsins til samstarfs við verkefnið en fram að þessu hafa nemendur í grunnskólum verið virkir í starfinu. Til stendur að fara í fleiri ferðir og hafa Þingeyingar lýst yfir áhuga á að bjóða næst heim. Þau ungmenni sem hafa áhuga geta skráð sig á póstlista hjá Ungmenna- félagi Islands, á netfangið flottanfiknar @flottanfiknar.is og fá þá send tilboð um næstu ferð og annað sem er á dagskrá. 28 SKINFAXI - tfmarit Ungmennafélags (slands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.