Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 22
SKÓLAHREYSTI - stærri en nokkru sinni fyrr Skólahreysti er hreystikeppni sem allir grunnskólar landsins geta tek- ið þátt í. Skólahreysti hefur vaxið gífurlega frá því að fyrsta keppnin var haldin á vordögum 2005. Þá var sex grunnskólum boðið að keppa í hreystikeppni í íþróttahús- inu að Varmá í Mosfellsbæ og sigr- aði Hjallaskóli þá keppni. Þetta mæltist vel fyrir og sýndu nemendur skólanna þessu framtaki mikinn áhuga. Ári seinna var öllum skólum af Stór-Reykjavíkursvæðinu boðið til leiks. Mættu 44 skólar til keppni og stóð Salaskóli uppi sem sigurvegari. f kjölfarið sendu margir skólar utan af landi fyrirspurnir þess efnis hvort þeir mættu ekki líka keppa. Því var ákveðið að bjóða öllum grunn- skólum á fslandi, sem eru með 9. og 10. bekk, að taka þátt. Nú í ár er Skólahreysti stærri en nokkru sinni fyrr og taka 106 skólar þátt. Haldnar eru 11 undankeppnir víðs vegar um landið. Úrslitakeppni í Skólahreysti er keppt í fimm aðalgreinum: 1) Upphífingar/strákar 2) Armbeygjur/stelpur 3) Dýfur/strákar 4) Fitnessgreip/stelpur 5) Hraðaþraut/stelpur/strákar Skólahreysti 2008 verður í Laugardals- höllinni 17. apríl. Þar munu tíu skólar, alls staðar að af landinu, etja kappi. Lindaskóli sigraði í fyrra og verður spennandi að sjá hver ber sigur úr být- um nú í ár. Ljóst er að keppendur undirbúa sig vel undir keppnina og mjög algengt er að keppendur bæti sig milli ára. Áhorf- endur hafa verið duglegir að koma og styðja keppnisliðin sín og húsfyllir hefur verið á hverjum stað. Stórkostleg stemn- ing, búningar, skilti og trommur stuðn- ingsmannaliðanna eru nú stór þáttur í Skólahreysti. Stjórnendur skólanna og íþróttakenn- arar hafa einnig tekið Skólahreysti mjög vel. Margir skólar halda forkeppnir til að velja nemendur í liðin. Þá hafa nok- krir skólar ákveðið að taka Skólahreysti sem valkost inn í námsskrá. Mikill áhugi er meðal nemenda og hefur þetta geflð íþróttakennurum skólanna mögu- leika á að leggja áherslu á grunn-þjálfun nemenda og vinna meira með líkam- legar æfingar sem undirbúning fyrir þessa keppni. Markmið keppninnar er að efla hreyflngu barna og ungl- inga. Gera gömlu, góðu æflngarnar eftirsóknarverðar á ný. Ákveðið var í upphafi að gera allar keppnirnar glæsilegar. Tækjakostur og aðbúnaður er mjög vandaður og í engu er til sparað. Það er gert svo að krakkarnir vilji taka þátt og finnist þetta spenn- andi og skemmtilegur valkostur. Mjólkursamsalan hefur frá upphafi verið aðalstyrktaraðili keppninnar. 22 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.